Eimreiðin - 01.01.1899, Qupperneq 72
72
lagalega ábyrgð hefir á gjörðum sínum (að eins á því, að stjórnar-
skráin sé ekki beinlínis brotin) og aldrei getur orðið fyrir neinum
verulegum áhrifum frá þingi og þjóð, eða hann sé maður, sem
hefir fulla ábyrgð á öllum gjörðum sínum og verður fyrir sífeldum
áhrifum frá bæði þingi og þjóð. Og loks hvort hann sé maður,
sem vitanlega ekki getur haft neina sjálfstæða skoðun á öllum
þorra mála vorra og því verður að öllum jafnaði að hlíta tillögum
svo að segja ábyrgðarlausrar undirtyllu, í hve öfuga átt sem þær
kunna að fara, eða hann sé maður, sem bæði sökum kunnugleika
á högum vorum og vilja þings og þjóðar jafnan getur myndað
sér sjálfstæða skoðun á málum vorum, og því líka ávalt tekið i
' taumana, ef tillögur undirmanna hans stefna í öfuga átt og eru
gagnstæðar þörfum og vilja þjóðarinnar.
Vér vonum, að flestir verði að viðurkenna, að í öllum þessurn
liðum sé hið síðara stórum betra en hið fyrra. En vér vitum af
reynslunni, að allir eru ekki svo skynsamir. Surnir menn eru svo
sljóskygnir, að þeir álíta, að úr því að valdið sé nú einu sinni í
Khöfn og vér getum ekki náð því þaðan, þá sé bezt, að sá, sem
þar á með það að fara, hafi sem minsta þekkingu og sé svo ósjálf-
stæður, sem framast má verða. Eví afleiðingin af því verði engin
önnur en sú, að úrslit málanna verði aðallega komin undir tillög-
um landshöfðingja, sem sé búsettur á Islandi. Eó því landshöfð-
inginn að lögum ekki hafi neitt vald til að ráða málunum til lykta,
þá verði þó úrslitin í raun og veru undir honum komin; en á
því álíta þeir að alt velti, að sá maður sé búsettur í landinu, sem
mest áhrif hefir á úrslit málanna. Hann hljóti jafnan að verða
þjóðhollari maður en sá, er erlendis situr.
En þetta er hinn herfilegasti misskilningur. Fyrst og fremst
er nú það að athuga, að hversu þekkingarlaus sem ráðgjafinn kann
að vera, þá er það engin trygging fyrir því, að hann jafnan fylgi
tillögum landshöfðingja. Abyrgðin, að minsta kosti hin siðferðis-
lega, hvilir á ráðgjafanum og hann vill þvi auðvitað ekki gera
neitt í blindni, að svo miklu leyti, sem hann þykist geta hjá
komist. Hann fer því að yfirvega málin, en verður eðlilega að
líta á þau með dönskum augum og dæma þau eftir þekkingu sinni
á högum Dana, án þess að hafa hugmynd um, hver heljarmunur
getur verið á því, hvað haganlegt er fyrir Danmörku og hvað
haganlegt er fyrir ísland. Afleiðingin af þessu getur orðið, að
það verður alveg af handahófi, hvort ráðgjafinn fylgir tillögum