Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 74

Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 74
74 En nærri má geta hvort það leyfi mundi nokkurn tíma fást í þeim málum, er hér koma til greina, málum, sem ráðgjafinn sjálfur hefir ráðið til lykta og landshöfðinginn að eins gert tillögur um. En ráðgjafinn ber aftur enga ábyrgð á neinu gagnvart alþingi, nema stjórnarskránni einni, og þarf ekkert um vilja þess að hirða. Sona er ástandið nú. En ef ráðgjafinn yrði Islendingur, sem kæmi á þing og bæri fulla ábyrgð fyrir því, þá hefði þingið jafnan góð tök á honum. Hann ætti stöðu sína að miklu leyti undir góðu samkomulagi við þingið og yrði persónulega að gera því grein fyrir gjörðum sínum, án þess að geta nokkrum öðrum manni um kent. Og ef þetta eitt ekki hrifi, og hann misbeitti samt valdi sínu, þá gæti þingið lögsótt hann. Hann hefði þvi ávalt hitann í haldinu, og áhrif þingsins á hann hlytu að verða svo margfalt meiri en nú. Pað má því búast við, að hann fylgdi tillögum landshöfðinga oftar en nú, einmitt þegar betur gegndi, en aftur sjaldnar, þegar þær væru óheppilegar og gagnstæðar þörf- um og vilja landsmanna. Sérstaklega má búast við því, að áhrif þingsins á hann verði mikil í löggjafarmálum. Og það eru ein- mitt þau, sem mest á ríður, því löggjöfin eða löggjafarvaldið er sá grundvöllur, sem alt annað vald byggist á. Með löggjöfinni má breyta öllu öðru valdi sem vera vill. Þar sem nú hið nýja fyrir- komulag leiðir til þess, að hinn innlendi liður lóggjafarvaldsins, al- þingi, einmitt fyrir þingsetu ráðgjafans og aukna ábyrgð, verður miklu öflugri en nú og getur haft margfalt meiri áhrif á hinn lið löggjafarvaldsins (stjórnina eða ráðgjafann), þá er ljóst, að stjórnar- tilboðið miðar að því, að flytja vald inn i landið, en alls ekki til þess, að flytja neitt vald út úr landinu. En svo segja menn, að af því hinn islenzki ráðgjafi eigi að sitja erlendis, þá muni hann verða fyrir dönskum áhrifum og því miður þjóðhollur. Það sé því betra að hafa landshöfðingjann með tillöguréttinn einan gagnvart dönskum og ókunnugum ráðgjafa, því þar sem hann sitji í landinu, þá verði hann fyrir svo miklum islenzkum áhrifum og því þjóðhollari maður, en hinn islenzki ráð- gjafi geti orðið. A hverju byggist nú þetta eiginlega? Á hugar- burði einum og hinni alþektu og gömlu íslenzku tortrygni. Því hvað sýnir nú reynslan í þessu efni? Hvað hafa þeir íslenzku landshöfðingjar, sem vér höfum haft síðan vér fengum stjórnar- skrána, eiginlega gert til að efla sjálfstæði vora? Hver afreksverk liggja eftir þá í því efni? í hverju hafa hin miklu íslenzku áhrif
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.