Eimreiðin - 01.01.1899, Qupperneq 74
74
En nærri má geta hvort það leyfi mundi nokkurn tíma fást í þeim
málum, er hér koma til greina, málum, sem ráðgjafinn sjálfur hefir
ráðið til lykta og landshöfðinginn að eins gert tillögur um. En
ráðgjafinn ber aftur enga ábyrgð á neinu gagnvart alþingi, nema
stjórnarskránni einni, og þarf ekkert um vilja þess að hirða.
Sona er ástandið nú. En ef ráðgjafinn yrði Islendingur, sem
kæmi á þing og bæri fulla ábyrgð fyrir því, þá hefði þingið jafnan
góð tök á honum. Hann ætti stöðu sína að miklu leyti undir
góðu samkomulagi við þingið og yrði persónulega að gera því
grein fyrir gjörðum sínum, án þess að geta nokkrum öðrum
manni um kent. Og ef þetta eitt ekki hrifi, og hann misbeitti
samt valdi sínu, þá gæti þingið lögsótt hann. Hann hefði þvi
ávalt hitann í haldinu, og áhrif þingsins á hann hlytu að verða
svo margfalt meiri en nú. Pað má því búast við, að hann fylgdi
tillögum landshöfðinga oftar en nú, einmitt þegar betur gegndi,
en aftur sjaldnar, þegar þær væru óheppilegar og gagnstæðar þörf-
um og vilja landsmanna. Sérstaklega má búast við því, að áhrif
þingsins á hann verði mikil í löggjafarmálum. Og það eru ein-
mitt þau, sem mest á ríður, því löggjöfin eða löggjafarvaldið er
sá grundvöllur, sem alt annað vald byggist á. Með löggjöfinni má
breyta öllu öðru valdi sem vera vill. Þar sem nú hið nýja fyrir-
komulag leiðir til þess, að hinn innlendi liður lóggjafarvaldsins, al-
þingi, einmitt fyrir þingsetu ráðgjafans og aukna ábyrgð, verður
miklu öflugri en nú og getur haft margfalt meiri áhrif á hinn lið
löggjafarvaldsins (stjórnina eða ráðgjafann), þá er ljóst, að stjórnar-
tilboðið miðar að því, að flytja vald inn i landið, en alls ekki til
þess, að flytja neitt vald út úr landinu.
En svo segja menn, að af því hinn islenzki ráðgjafi eigi að
sitja erlendis, þá muni hann verða fyrir dönskum áhrifum og því
miður þjóðhollur. Það sé því betra að hafa landshöfðingjann með
tillöguréttinn einan gagnvart dönskum og ókunnugum ráðgjafa,
því þar sem hann sitji í landinu, þá verði hann fyrir svo miklum
islenzkum áhrifum og því þjóðhollari maður, en hinn islenzki ráð-
gjafi geti orðið. A hverju byggist nú þetta eiginlega? Á hugar-
burði einum og hinni alþektu og gömlu íslenzku tortrygni. Því
hvað sýnir nú reynslan í þessu efni? Hvað hafa þeir íslenzku
landshöfðingjar, sem vér höfum haft síðan vér fengum stjórnar-
skrána, eiginlega gert til að efla sjálfstæði vora? Hver afreksverk
liggja eftir þá í því efni? í hverju hafa hin miklu íslenzku áhrif