Eimreiðin - 01.01.1899, Qupperneq 78
7»
Vér höfum engu við að bæta við þessi hyggilegu og snjöllu
orð vors elzta og reyndasta þinggarps og stjórnmálaskörungs, sem
vér þykjumst vissir um, að margir muni taka til greina, og álítum
því rétt að enda þessa ritgerð um hið þýðingarmesta mál vort
með þeim.
Gladstone og Bismarck.
i.
William E. Gladstone (f. 1809) sat fyrst á þingi 1832, en I. marz 1894
hélt hann síðustu þingræðu sína. Allan þann tima hafði hann með óþreyt-
andi elju og samvizkusemi starfað að öllum þeim málefnum, er voru á
dagskrá hinnar ensku þjóðar. Hann varð fyrst ráðgjafi 1844 og sat þá
i ráðaneyti Peels en eftir 1850 sat hann i öllum ráðaneytum frjálslynda
flokksins; hann var fyrst fjármálaráðgjafi, en 1868 varð hann ráðaneytis-
forseti og þvi embætti hélt hann jafnan síðan, þá er flokksmenn hans
réðu meiri hluta atkvæða. Hann skifti mjög oft um stefnu; fyrst var
hann rammur afturhaldsmaður, siðan hvarf hann frá þeim flokki og fylgdi
þá engri ákveðinni stjórnmálastefnu um hríð, loks varð hann forvígis-
maður frjálslynda flokksins og eftir því sem hann lifði lengur varð frjáls-
lyndi hans meira og víðtækara. Maðurinn hélt beinlinis áfram að þrosk-
ast fram á níræðisaldur.
Pað er auðvitað gjörsamlega ómögulegt að gefa mönnum hér
nokkra hugmynd um hið jötunvaxna starf, er hann hefur int af höndum
í þjónustu mannúðar og menningar. Menn verða að gæta þess, að það
60 ára tímabil, sem hann vann að opinberum málum, er vafalaust eitt-
hvert hið langmerkilegasta og þýðingarmesta timabil sögunnar, sérstak-
lega að því er England snertir. Pau höft og þau tjóðurbönd, sem hin
enska þjóð hefur slitið af sér á því timabili, eru afarmörg. Vald aðals-
manna og auðkýfinga hefur rýrnað þrátt fyrir alt og alt; samvizkufrelsið
hefur aukist og styrkst; skólamálum, tollmálum, fjármálum hefur verið
hrundið í miklu betra horf, en þau voru áður í; kosningarétturinn hefur
verið rýmkaður og fjöldamargt annað mætti telja, ef tími og rúm leyfði.
Og venjulegast hefur Gladstone verið fremstur í fylkingu þeirra, sem
umbæturnar hafa heimtað. Pað er að vísu satt, að hann í byrjuninni
var andvígur flestum þessum málum og um eitt skeið var hann mjög i
vafa um, hvorum flokknum hann ætti að fylgja; en þegar hann eftir
langa og samvizkusamlega umhugsun hafði gjört upp reikningana, þegar