Eimreiðin - 01.01.1899, Page 83
83
í Göttingen hafði hann háð 28 einvigi og voru eigi allfá þeirra risin
af kvennamálum. Hann tók lögfræðispróf 1835 og ætlaði þá fyrst að
ganga embættisveginn; en brátt varð hann leiður á þeim störfiim, enda
reyndist hann yfirmönnum sinum svo óþjáll, að honurn var nauðugur
einn kostur að segja af sér embættinu. Næstu árin hafðist hann við á
búgarði einum, Kniephof, er hann hafði fengið að erfðurn, en eigi
bættist líferni hans að
heldur. Hann stefndi þá
að sér vinum sínum og
svallaði drjúgum; en
enginn var svo harð-
naður í þjónustu Bac-
chusar, að honum hlýddi
að sitja fyrir ádrykkju
Bismarcks; hann drakk
alla undir borðið. Um
þessar mundir kyntist
hann ungri stúlku, Jó-
hönnu von Puttkammer,
og feldu þau hugi saman.
En foreldrum meyjunnar
þótti sá ráðahagur eigi
allvænlegur, því að þau
höfðu heyrt margt um
Bismarck, en fátt það,
er betur mátti fara. Pó
gjörðu þau orð eftir
honum til þess að ræða
málið við hann, en það
er af Bismarck að segja,
að þá er hann kom,
var það eigi hans fyrsta
verk að heilsa foreldrunum, heldur hitt að faðma að sér stúlkuna og
segja: »Pað, sem guð hefur sameinað, á maðurinn ekki að sundur-
skilja«. Foreldrunum féll allur ketill í eld og hættu mótstöðunni. En
frá þessum tima gjörðist Bismarck allur annar maður.
Stjórnin í Berlín varð þess brátt vör, að hinn nýji sendiherra var
enginn meðalmaður. Hann sendi hverja skýrsluna á fætur annari til
Berlínar og allar voru þfcr skarplegar, mergjaðar og kjarnyrtar. Pegar
hann kom til Frankfurt var það skoðun hans, að sem styrkust vinátta
ætti að vera meðal Prússa og Austurríkismanna; þau lönd ættu að
6*
Bismarck.