Eimreiðin - 01.01.1899, Síða 87
§7
Bismarck kvað eigi hafa verið frábærlega mælskur maður eftir venju-
legri merkingu þess orðs. Honum var stirt um mál og varð oft að
berjast langa lengi við að koma orðunum út. En þó þótti hann jafnan
hinn tilkomumesti ræðumaður og bar margt til þess. Pað fyrst, að hann
var höfði hærri en aðrir menn og andlitið svo mikilúðlegt, að eigi var
öðru líkara en hann væri jötunkynjaður að langfeðgatali. Samlíkingar
hans voru kjarnyrtar og hnittilegar og háðsyrði hans svo hvöss og misk-
unnarlaus, að mótstöðumenn hans á ríkisþinginu voru beinlínis hræddir
við hann. Röddin var hás og sterk.
Svo sem kunnugt er, varð Bismarck að víkja úr völdum 1890
vegna óvildar milli hans og hins unga keisara Vilhjálms II. Vilhjálmur
keisari er sundurgerðarmaður mikill, hávaðasamur og metnaðargjarn, og
þótti honum sem hinn gamli »járnkanzlari« vildi bera sig ráðum, og er
Bismarck sá, að keisarinn yildi einn öllu ráða, leiddist honum þófið og
lagði niður völdin. Pað sem eftir var æfinnar hafðist hann við á bú-
garði sinum norður i Láenborg; en jafnan lagði hann orð í belg um stjórn-
málin og gjörði keisara og ráðgjöfum hans alt til skapraunar. Þegar
hann dó 30. júlí síðastliðið sumar, voru rniklar sorgarhátíðir haldnar
víðsvegar um Rýzkaland og jafnvel Vilhjálmur keisari viðurkendi þá, að
hann hefði verið »verkfæri guðs til þess að sameina Pýzkalands.
Eftir dauða þeirra Bismarcks og Gladstones siðast liðið sumar sáust
oft í blöðum og timaritum langar rökræður um það, hvor þeirra hefði
verið meiri maður. Leirri spurningu svara menn auðvitað eftir því,
hverja merkingu þeir leggja i orðin »mikill maður«. Bismarck hefur
vafalaust haft stórfeldari gáfur en Gladstone; persóna hans er svo stór-
skorin og afreksverk hans svo mikilfengleg, að þau hljóta að ginna
menn til undrunar og aðdáunar. Gladstone hefur eigi jafnmikil áhrif á
imyndunaraflið; engum dylst, að hann er miklu vandaðri og betri maður,
að verk hans eru miklu heillavænlegri og þýðingarmeiri fyrir frelsi og
menningu þjóðanna; en það er nú ekki altaf réttlátt, að dæma um mikil-
mensku manna eingöngu eftir því, hve þýðingarmikil verk þeirra hafa
verið. Engum blandast vist hugur um, að Guttenberg, er fann prent-
listina, hafi unnið mannkyninn þarfara verk en t. d. Napóleon mikli;
en þrátt fyrir það mun engum heilvita manni koma til hugar, að telja
Guttenberg meiri mann en Napóleon.
Arni Pálsson.