Eimreiðin - 01.01.1899, Side 90
90
í hverjum ioo teningsfetum af andriímslofti eru hér um bil
78 teningsfæt af köfnunarefni, nærri 21 af súrefni, 1 af argon og
3/100 úr teningsfeti af kolsýru. Þótt svona lítið sé af kolsýru, er
hún þó nauðsynleg til viðhalds öllu lífi á jörðunni, með því að
jurtirnar draga næringu sína (kolefnið) úr henni, en á jurtunum
nærast öll dýr beinlínis eða óbeinlínis. Með því að nú er hér um
bil 30 sinnum meira af argon í loftinu en af kolsýru, var það alls
ekki óhugsandi í fyrstu, að argon kynni að hafa einhverja, ef til
vill mikla þýðingu fyrir næringu og lif dýra og jurta; en það
reyndist brátt, að þetta nýja, frumefni getur ekki haft neina þýðingu
fyrir verkanir líffæranna, þvi að engin önnur efni geta verkað
neitt á það og það getur ekki sameinast öðrum efnum; að því
leyti er það ólíkt öllum öðrum frumefnum.
Hér fór nú eins og oft hefur áður farið í framfarasögu
vísindanna, að ein uppgötvunin rak aðra. Skömmu eftir að argon
fanst, fann Ramsay annað nýtt loftkent frumefni, sem líkist argon
i því, að engin önnur efni geta verkað á það. Argon er meðal
hinna algengustu frumefna, en hitt nýja efnið er mjög fágætt;
það hefur fundist ofurlítið af því í einstöku steintegundum og sum-
staðar í ölkelduvatni. Þetta efni er þó merkilegt vegna þess, að
menn höfðu komist að því áður, að sama efni var til á sólinni
og öðrum fastastjörnum; það hefur því fengið nafnið HELIUM
(sólarefni). Aður fyr hefur verið miklu meira af þessu efni á
jörðunni, en nú er; helíum er nefnilega mjög létt i sér (sjö sinn-
um léttara en andrúmsloftið) og hefur því mestur hluti þess horfið
út í himingeiminn og safnast að hinum stærri hnöttum (sólinni
og fastastjörnunum), sem hafa margfalt meira aðdráttarafl en jörðin.
Aftur á móti er argon þyngra en andrúmsloftið, og því hefur það
haldist við jörðina.
Uppgötvunum þessum er þó ekki lokið hér með, því síðast-
liðið sumar (1898) skýrði Ramsay frá því, að hann hefði fundið
eitt nýtt loftkent frumefni enn þá í andrúmsloftinu; hefur hann
gefið því nafnið KRYPTON (hið hulda). Það er nokkru þyngra
í sér en argon, en jafnómóttækilegt fyrir áhrif annara efna. Seinna
hefur frézt, að von sé á enn þá fleiri nýjum loftefnum, og er það
næsta eðlilegt, úr því þessi rekspölur er kominn á og menn nú
rannsaka andrúmsloftið með öllum þeim tækjum og tólum, sem
völ er á. Því allar lofttegundir, sem eru til á jörðunni og geta ekki
gengið í samband við önnur efni, eða orðið dýrum og jurtum