Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Page 90

Eimreiðin - 01.01.1899, Page 90
90 í hverjum ioo teningsfetum af andriímslofti eru hér um bil 78 teningsfæt af köfnunarefni, nærri 21 af súrefni, 1 af argon og 3/100 úr teningsfeti af kolsýru. Þótt svona lítið sé af kolsýru, er hún þó nauðsynleg til viðhalds öllu lífi á jörðunni, með því að jurtirnar draga næringu sína (kolefnið) úr henni, en á jurtunum nærast öll dýr beinlínis eða óbeinlínis. Með því að nú er hér um bil 30 sinnum meira af argon í loftinu en af kolsýru, var það alls ekki óhugsandi í fyrstu, að argon kynni að hafa einhverja, ef til vill mikla þýðingu fyrir næringu og lif dýra og jurta; en það reyndist brátt, að þetta nýja, frumefni getur ekki haft neina þýðingu fyrir verkanir líffæranna, þvi að engin önnur efni geta verkað neitt á það og það getur ekki sameinast öðrum efnum; að því leyti er það ólíkt öllum öðrum frumefnum. Hér fór nú eins og oft hefur áður farið í framfarasögu vísindanna, að ein uppgötvunin rak aðra. Skömmu eftir að argon fanst, fann Ramsay annað nýtt loftkent frumefni, sem líkist argon i því, að engin önnur efni geta verkað á það. Argon er meðal hinna algengustu frumefna, en hitt nýja efnið er mjög fágætt; það hefur fundist ofurlítið af því í einstöku steintegundum og sum- staðar í ölkelduvatni. Þetta efni er þó merkilegt vegna þess, að menn höfðu komist að því áður, að sama efni var til á sólinni og öðrum fastastjörnum; það hefur því fengið nafnið HELIUM (sólarefni). Aður fyr hefur verið miklu meira af þessu efni á jörðunni, en nú er; helíum er nefnilega mjög létt i sér (sjö sinn- um léttara en andrúmsloftið) og hefur því mestur hluti þess horfið út í himingeiminn og safnast að hinum stærri hnöttum (sólinni og fastastjörnunum), sem hafa margfalt meira aðdráttarafl en jörðin. Aftur á móti er argon þyngra en andrúmsloftið, og því hefur það haldist við jörðina. Uppgötvunum þessum er þó ekki lokið hér með, því síðast- liðið sumar (1898) skýrði Ramsay frá því, að hann hefði fundið eitt nýtt loftkent frumefni enn þá í andrúmsloftinu; hefur hann gefið því nafnið KRYPTON (hið hulda). Það er nokkru þyngra í sér en argon, en jafnómóttækilegt fyrir áhrif annara efna. Seinna hefur frézt, að von sé á enn þá fleiri nýjum loftefnum, og er það næsta eðlilegt, úr því þessi rekspölur er kominn á og menn nú rannsaka andrúmsloftið með öllum þeim tækjum og tólum, sem völ er á. Því allar lofttegundir, sem eru til á jörðunni og geta ekki gengið í samband við önnur efni, eða orðið dýrum og jurtum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.