Eimreiðin - 01.01.1899, Qupperneq 94
94
magnsins út á við, enda hefur verið unnið að því með hinu mesta
kappi og skarpskygni, einkum á síðari hluta þessarar aldar. Ein-
hverja hina fyrstu og merkilegustu uppgötvum í þá átt gjörði
danskur maður, Örsted að nafni, árið 1820. Hann tók eftir því,
að rafmagnsstraumur hreyfir segulnálina (kompásinn), og fann
þannig sambandið milli rafmagns og segulmagns. Eftir það komst
svo góður rekspölur á rannsóknirnar um verkanir rafmagnsstrauma,
enda hafa þær eigi borið litla ávexti.
Á síðustu árum hafa verið gjörðar margar merkilegar uppgöt-
vanir í rafmagnsfræði, einhver hin merkilegasta er sú, er ítalskur
maður, Marconi að nafni, gjörði fyrir skömmu. Hann fann ráð
til þess að að senda rafskeyti gegnum loftið, án þess að hafa nokk-
urn ritsíma (fréttaþráð); hann notaði til þess rafmagnssveiflur eða
bylgjur, sem berast gegnum loftið eins og hljóðbylgjurnar. Hann
bjó svo til verkfæri, sem sendir þessar bylgjur af stað, og annað,
sem segir til rafmagnssveiflanna, er þær koma, öldungis eins
og eyra mannsins segir til, þegar hljóðbylgjur berast til vor.
Uppgötvun þessi er þó eigi fullkomin enn þá, sem von er til,
svo að ekki er gott að vita, að hverju haldi hún kann að koma.
Einhver hin mikilsverðasta af öllum þeim nýjungum, er raf-
magnsfræðin hefur fært oss, er þó »aflvakinn« (Dynamo). Það er
vél, sem getur breytt afli í rafmagn, eða rafmagni í afl, eftir því
sem á stendur. Sá sem fyrstur smíðaði aflvaka, er var að nokkru
nýtur, hét Gramme; síðan eru ekki liðin nema 25 ár, en nú eru
þessar vélar notaðar um allan heim hundruðum þúsunda saman.
Menn geta reiknað nákvæmlega út, hvernig hver vél á að vera, til
þess að gjöra það gagn, sem henni er ætlað. Þær eru nú notaðar
hvervetna, er menn þurfa á sterkum rafmagnsstraumum að halda,
hvort heldur sem er til vísindarannsókna eða til að knýja vinnu-
vélar, við raflýsing, rafhitun o. fl. Áður fyr notuðu menn »Gal-
vansvirki«, en það er bæði dýrara og að mörgu leyti óhentugra,
enda eru þau nú óðum að leggjast niður.
Gufuvélin hefur verið aflvél þessarar aldar. Hún hefur þann
ókost, að hún eyðir miklum kolum, en þau eru dýr. En aflvakinn
mun verða meginvél 20. aldarinnar, því að hann eyðir engum
kolum, heldur er hann venjulegast knúinn af vatnsafli. Vatnsaflið
kemur svo að segja beint frá sólinni, enda er hún uppspretta
allrar hreyfingar og alls verkmagns jarðarinnar. Sólin hitar nefni-