Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Side 95

Eimreiðin - 01.01.1899, Side 95
95 lega loftið, en af því að hitinn er ekki jafn á öllum stöðum, koma vindarnir. Hitinn er mestur í miðjarðarlöndunum, og því gufar ákaflega mikið vatn upp úr höfunum þar á hverjum degi; vatns- gufan berst svo til norðurs og suðurs með vindunum; þegar hún kemur til kaldari staða, t. d. í nánd við há fjöll, þéttist nokkuð af henni, verður að regni eða snjó, sem svo fellur til jarðar, einkum uppi á fjöllunum. Svo streymir vatnið niður fjallahliðarnar með fljótum og lækjum, alt niður til sjávarins, sem það upphaflega kom frá. En straumvatnið og fossarnir geta knúið vélar, einmitt vegna þess, að sólin hefur lyft vatninu upp á fjöllin. Þetta afl notar svo aflvakinn, breytir því í rafmagn og sendir það þangað, sem þörf gjörist. Gufuvélin hefur líka verkmagn sitt frá sólunni, því að kolin eru leifar trjáa og jurta, sem sólarhitinn hefur alið og nært fyrir þúsundum ára. En munurinn er sá, að aflvakinn notar hita þann, er á hverjum degi streymir frá sólinni, en gufu- vélin getur ekki notað nema margra þúsunda ára gamlan sólarhita. Hingað til hafa menn ekki getað notað vatnsaflið með öðru rnóti, en að byggja verksmiðjur, þar sem hægt var að ná til aflsins, nefnilega við fossana. Svo urðu menn að flytja þangað verkefnið, sem átti að vinna úr, oft langleiðis og eftir illum og ógreiðum vegum. En hér eftir munu menn fara öðruvísi að; menn munu setja aflvaka sína við fossana, jafnvel þótt þeir séu langt í burtu og ilt að komast að þeim; aflvakarnir breyta svo fossaflinu í raf- magn, sem menn geta leitt langar leiðir burt, til þeirra staða, sem að einhverju leyti eru hentugir eða þangað, sem efni er fyrir hendi til þess að vinna úr. Þar má svo breyta rafmagninu, hvort sem menn heldur vilja í afl, til þess að knýja vinnuvélar, eða í Ijós eða hita. Menn munu flytja aflið i stað þess að flytja verkefnið. Með þessu móti munu menn geta notað vatnsaflið margfalt betur en áður. Hin miklu iðnaðarlönd, England, Belgía, Þýzkaland og Bandaríkin í Norður-Ameriku eiga uppgang sinn og auðlegð mest að þakka kolum þeim, sem þar eru i jörðu. Kolaeyðsla heimsins hefur farið sívaxandi alt til þessa, en það er bundið miklum örðug- leikum að ná kolunum úr skauti jarðarinnar. Mönnum þykir ekki ólíklegt að kolanámurnar kunni einhverntíma að tæmast, eða verða svo örðugar viðfangs, að ekki borgi sig að ná kolunum. En vatns- aflið mun á komandi öldum verða jafnþýðingarmikið fyrir allan iðnað, eins og kolalögin hafa verið hingað til. Og vatnsafl jarð- arinnar þrýtur aldrei, meðan fjöllin standa og sólin heldur hita
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.