Eimreiðin - 01.01.1899, Síða 100
100
smið (Einar Jónsson), af tréskurði eftir íslenzkan tréskera (Stefán Eiríks-
son), af teikning eftir íslenzkan málara (Pórarin Porláksson) og fjögur
ný sönglög eftir íslenzk tónskáld (Árna Thorsteinsson og Gunnstein
Eyjólfsson).
VII. Eimreiðin vill flytja fræðandi og skemtandi greinar
almenns efnis. Þetta þykist hún hafa sýnt í verkinu með því, að
flytja þess konar frumsamdar greinar eftir Jónas Hallgrímsson, Finn Mag-
nússon (Kr. Kálund), Finn Jónsson, Pál Melsteð, Guðmund Magnússon,
Einar Hjörleifsson, Jón Stefánsson, Þorstein Jónsson, Nikulás Runólfsson,
Klemens Jónsson, Jón Jónsson, Boga Th. Melsteð, Gísla Brynjólfsson,
Magnús Einarsson, Helga Pjetursson, Helga Jónsson, Olaf Davíðsson,
Kr. H. Benjamínsson, Ágúst Bjarnason, M. Lehmann-Filhés og Valtý
Guðmundsson. Ennfremur þýddar greinar eftir Thomas Huxley, Ludvig
Harboe og George Lútken. Að efninu til 'nafa pessar greinar verið 8
sögulegs efnis (I, 19, 28, 44; II, 113, 136; III, 183; IV, 19, 97, 124),
5 náttúrufræðislegs efnis (I, 90, 104; II, 39, 118, 132), 5 læknisfræðis-
legs efnis (I, 32, 39, 134, 154; II, 118), 4 um nýjar uppgötvanir (I,
39, 134, 154; II, 72), 2 um þjóðtm (I, 95; IV, 94), 4 um fornmenjar
(I, 78; II, 156; III, 75; IV, 111), 2 ferðasögur (III, 58, 115) og 13
ýmislegs efnis (I, 61; II, 20, 56, 75, 161, 196, 213; III, 81, 127,
136, 193; IV, 81, 133).
VIII. Eimreiðin vill flytja myndir af merkum mönnum, innlend-
um og útlendum, listaverkum, stöðum, verkfærum, uppgötvunum o. fl.
í þvi skyni hefir hún flutt alls 97 myndir, og hafa af þeim verið 4 af
merkum íslendingum, 64 af merkum útlendingum, 3 af islenzkum lista-
verkum og 26 af stöðum, byggingum, verkfærum, uppgötvunum o. fl.
Að svo fáar myndir hafa verið af merkum Islendingum, kemur til af
því, að til er annað islenzkt timarit (Sunnanfari), sem sérstaklega hefir
það markmið að flytja myndir af þeim.
Vér þykjumst nú hafa sýnt, hvað Eimreiðin vill, og hvert erindi
hún sjálf telur sig eiga til þjóðar vorrar. Vér höfum ekki gert það
með neinum loforðum um, hvað hún ætli að gera, heldur einungis
með því að benda á, hvernig hún þegar hafi sýnt vilja sinn í verkinu.
Auðvitað geta verið skiftar skoðanir um hið innra gildi þess, sem hún
hefir flutt lesendum sinum. En trauðla ætlum vér eina 4 árganga af
nokkru öðru islenzku timariti öllu margbreyttari en hana, hvorki að
þvi er snertir efni né höfunda, og heldur ekki meira skemtandi og
fræðandi fyrir allan almenning en hana. Og einmitt þess vegna þrífst
hún lika vel, þar sem flest önnur islenzk tímarit verða að standa við
jötú landssjóðs, ef þau eiga ekki alveg að horfalla.