Eimreiðin - 01.01.1899, Síða 101
IOI
Stórveldi framtíðarinnar.
(Lauslega þýtt úr amerisku tímariti.)
feir voru tímarnir, að það var aðalstarf stjórnmálamannanna í Ev-
rópu að gæta jafnvægisins innan takmarka þeirrar álfu. Peir tímar eru
nú löngu liðnir; nú á tímum er það vandráðnasta gátan í stjórn-
málum stórþjóðanna, hvernig nýlenduvaldinu skuli haldið í jafnvægi —
eða hrundið úr skorðum.
En jafnvel þótt Evrópumenn séu nú fyrir löngu orðnir ásáttir um,
að þetta sé eðlilegt og sjálfsagt, var þó engu likara en þeim væri rek-
inn löðrungur, þegar Ameríkumenn nú fyrir skemstu létu á sér skilja,
að þeim þætti nú setið meðan sætt væri og að þeir vildu gjarna fá
sinn skerf af krásunum. Petta tiltæki Bandafylkjanna hefur þegar veiklað
þá trú til muna, að yfirráðin yfir heiminum muni um aldur og æfi hvíla
í skauti Evrópumanna einna. Friðarsamningarnir í París eru ljósastur
vottur þess, að Bandamenn eru staðráðnir í því að fylgja sleitulaust
þeirri stefnu, er þeir nú hafa tekið sér og má vel vera, að af þvi rísi
þau tíðindi, sem enginn getur séð fyrir að svo komnu máli.
Þeir sem hingað til hafa aldrei veitt Ameríku neina eftirtekt og
aldrei talið hana með stórveldunum, skilja ekki neitt í neinu og spyrja:
Hvað knúði Bandamenn fram á skeiðvöllinn? Hvað æsti þá til ófriðar?
Hver eru þau kynjaöfl, er alt í einu hafa umsnúið allri stefnu þjóðar-
innar í utanríkismálum ?
Það er að vísu satt mál, að breytingin var snögg, ■— svo snögg
og 'hastarleg, að jafnvel Ameríkumenn sjálfir urðu steinhissa. Hinum
grunnsæjari mönnum virtist svo sem þjóðin hefði snarað frá sér í einu
vetfangi þeirri grundvallarreglu, sem hún hafði fylgt frarn á þann dag,
þeirri reglu, að láta öll þau mál afskiftalaus, er eigi vörðuðu Ameríku
beinlínis. Nú var það alt í einu orðið markið og miðið, að brjóta
undir sig lönd og lýði, og menn tóku þegar til starfa áður en þeir
höfðu áttað sig fyllilega.
En það er hin mesta fjarstæða, að þessi breyting sé svo snögg
sem mörgum hefur virst. Um langan aldur höfðu duldir kraftar og
undirstraumar beinst í þessa átt og allir þeir, sem nokkuð verulega
þekkja þjóðlíf og hugsunarhátt Ameríkumanna, hafa lengi verið þess
fullvissir, að þeir myndu eigi um aldur og æfi láta sér lynda, að stór-
veldin í Evrópu léku lausum hala um Asíu og Afríku, án þess að taka
nokkurt tillit til Bandafylkjanna. Menn klifa oft á því, að Washington
gamli hafi margbrýnt það fyrir löndum sínum, að stofna sér eigi i
deilur við erlendar stórþjóðir, heldur beina öllum kröffum sínum að