Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Síða 107

Eimreiðin - 01.01.1899, Síða 107
107 inga í viðbót en að heimta af þeim gamlar skuldir. Hann sá, að þeir hlutu að vera mjög ríkir, og fór þaðan glaðari en hann kom. Hinir minniháttar borgarar létu aldrei uppi við utanbæjarmenn, hvað þeim bjó í brjósti; því þegar auðæfin fjellu i stórstraumum í skaut heldrimannanna, nutu hinir góðs af um leið. Þannig leið ár eftir ár í mikilli velmegun og gleði. Dag hvern lifðu menn í veizlum og dýrðlegum fögnuði og drukku velfarnaðarminni bæjarins bæði seint og snemma. I þeim bæ vildi enginn standa öðrum að baki að rausn; svo þegar einhver hafði haldið miðdegisveizlu hélt annar enn ríkmann- legri veizlu í rnóti. Og hverjum sæmilega skynberandi manni var það ljóst, að nauðsyn bar til að fylgjast með tímanum, ætti bærinn ekki að verða talinn gamalær eftirbátur annara, og verða svo á endanum að réttu og sléttu greni. Svo létu húsmæðurnar hver i kapp við aðra menn sina panta damasksdúka af nýjustu og vönduðustu gerð, til þess að hátíða- bragur væri á veizluborðunum. Og svo voru þar há skrautker og glös og alls konar könnur úr fægðum krystalli, og tveir, þrír skærir og skínandi ljósahjálmar héngu niður úr loftinu yfir borð- unum, til þess að gestirnir gætu glatt sig af hjarta og séð, hve alt var af allra nýjustu og beztu tegund. I búðum og skemmum lagði ilminn upp af kisturn og köss- um, er höfðu að geyma sælgæti og fágætt krydd, til að bæta bragðið og gjöra úr dýrar krásir. Sjaldgæt, kryddlögð aldini og sojur voru pöntuð á misseri hverju, svo að jafnan var af alls- nægtum að taka,. bæði af því, sem nú var talið, og yfir höfuð af hverju því, sem húsmóðir, sem á að stjórna stóru heimili með mikilli rausn og mörgurn þjónum, þarf á að halda. Og bændurnir komu akandi alls konar sláturfé og aligæsum og hænsum og kálmeti og rótum og afhlestu þvi öllu inni í hin- um rúmgóðu kaupmannsgörðum, og fengu góðar vörur á vagninn í staðinn. í þeirri verzlun voru ekki peningar hafðir um hönd. Þeir voru svo sjaldséðir, að hjá bændunum uppi í sveitinni var áttskild- ingur úr silfri með mynd konungsins settur í umgjörð með gleri yfir og geymdur sem auðnupeningur. A þennan hátt kom á hreyfing og fjör og mikil verzlunar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.