Eimreiðin - 01.01.1899, Qupperneq 107
107
inga í viðbót en að heimta af þeim gamlar skuldir. Hann sá, að
þeir hlutu að vera mjög ríkir, og fór þaðan glaðari en hann kom.
Hinir minniháttar borgarar létu aldrei uppi við utanbæjarmenn,
hvað þeim bjó í brjósti; því þegar auðæfin fjellu i stórstraumum
í skaut heldrimannanna, nutu hinir góðs af um leið.
Þannig leið ár eftir ár í mikilli velmegun og gleði. Dag
hvern lifðu menn í veizlum og dýrðlegum fögnuði og drukku
velfarnaðarminni bæjarins bæði seint og snemma.
I þeim bæ vildi enginn standa öðrum að baki að rausn; svo
þegar einhver hafði haldið miðdegisveizlu hélt annar enn ríkmann-
legri veizlu í rnóti.
Og hverjum sæmilega skynberandi manni var það ljóst, að
nauðsyn bar til að fylgjast með tímanum, ætti bærinn ekki að
verða talinn gamalær eftirbátur annara, og verða svo á endanum
að réttu og sléttu greni.
Svo létu húsmæðurnar hver i kapp við aðra menn sina panta
damasksdúka af nýjustu og vönduðustu gerð, til þess að hátíða-
bragur væri á veizluborðunum. Og svo voru þar há skrautker
og glös og alls konar könnur úr fægðum krystalli, og tveir, þrír
skærir og skínandi ljósahjálmar héngu niður úr loftinu yfir borð-
unum, til þess að gestirnir gætu glatt sig af hjarta og séð, hve alt
var af allra nýjustu og beztu tegund.
I búðum og skemmum lagði ilminn upp af kisturn og köss-
um, er höfðu að geyma sælgæti og fágætt krydd, til að bæta
bragðið og gjöra úr dýrar krásir. Sjaldgæt, kryddlögð aldini og
sojur voru pöntuð á misseri hverju, svo að jafnan var af alls-
nægtum að taka,. bæði af því, sem nú var talið, og yfir höfuð af
hverju því, sem húsmóðir, sem á að stjórna stóru heimili með
mikilli rausn og mörgurn þjónum, þarf á að halda.
Og bændurnir komu akandi alls konar sláturfé og aligæsum
og hænsum og kálmeti og rótum og afhlestu þvi öllu inni í hin-
um rúmgóðu kaupmannsgörðum, og fengu góðar vörur á vagninn
í staðinn.
í þeirri verzlun voru ekki peningar hafðir um hönd. Þeir
voru svo sjaldséðir, að hjá bændunum uppi í sveitinni var áttskild-
ingur úr silfri með mynd konungsins settur í umgjörð með gleri
yfir og geymdur sem auðnupeningur.
A þennan hátt kom á hreyfing og fjör og mikil verzlunar-