Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 113
”3
En hvors til annars hugur þó í himins alvídd rann;
Af sólnafans var firna krökt það flæmi, er milli brann,
Og Alvalds heima undurmergð, sem aldrei verður skýrð,
Hún svam á milli Salami og Zulamith í dýrð.
En sárþreyjandi Zulamith frá sinni stjörnu i geim
Fór brú úr ljósi að byggja’ eitt kveld, sem bindi heim við heim,
Eins jaðri sinnar sólar frá tók Salami sig til
Frá pól til póls að byggja brú of blágeims reginhyl,
Svo bygðu þau í þúsund ár með þrautsigrandi trú,
Og Vetrarbrautin varð þá til, sú voldug stjörnubrú,
Sem himinsins um hvolfið efst og hringinn dýra nær,
Og samantengdan strönd við strönd þann stjarna-marinn fær.
Það kérúbunum gerir geig, til guðs þeir fljúga nú:
»Ó, sjá, þar hefir Zulamith með Salami reist brú«.
En guð alvaldur brosti blítt — þá birti um himnasal:
»Hvað ást í heims míns reisti rann, ei rífast niður skal«.
Og Salami og Zulamith, er samtengd brúin var,
Þau hvort í annars hlupu fang, þá hófst ein stjarna þar
I sporum þeirra og glaðbjört, glæst nam geisla um leiðir blár,
Sem springi í blómstur hjarta, er hlaut að harma um þúsund ár.
Og hvað sem elskast heitt og trútt á hinni dimmu jörð,
En sundur skilur sorg og hel og synd og kvölin hörð,
Ur heimi í heim að byggja brú ef ber það kraft sér í,
Það sína ást mun fundið fá og fagna — trúðu þvíl
Stgr. Tli.
íslenzk hringsjá.
BÆKUR SENDAR EIMREIÐINNI:
BÓKASAFN ALÞÝÐU I, 3—4. Khöfn 1898. í þessum árgangi bóka-
safnsins eru Uranía eftir C. Flammarion og Bldstakkar úr Sögum herlaknisins eftir
Z. Topelius. Eru báðar þessar bækur mjög ffægar, enda hinar skemtilegustu og
um. leið fræðandi. Má því hér kalla vel valið, ekki sízt að því er »Úraníu*
8