Eimreiðin - 01.01.1899, Qupperneq 115
á honum fyrir hirðuleysið. Því ekkert getur haft eins spillandi áhrif á mál vort
eins og það, ef helztu rithöfundar vorir og skáld afbaka það. Þá verður alþýðan
að skoða sem fyrirmynd, er óhætt sé að líkja eftir, og getur því slæmt mál hjá
þeim haft hættuleg eftirköst. »Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér
leyfist það.«
En þótt vér þannig höfum talið oss skylt að finna að ýmsu í þessum ár-
gangi »Bókasafns alþýðu«, þá ber eigi síður hins að geta, að hann er að öllu
samantöldu mjög eigulegur, og hinn ytri frágangur hans (prentun, pappír og
myndirnar) svo prýðilegur og smekklegur, að hann er útgefandanum, herra Oddi
Bjdrnssyni, til stórmikils sóma. Verðið er líka svo lágt, að undrum sætir, og
óhugsandi að útgefandinn geti orðið skaðlaus, nema kaupendafjöldinn sé mjög
mikill. Þetta ættu menn að kunna að virða og þvf reyna að styðja ritsafnið af
alefli. Það væri töluverður missir fyrir íslenzka bókagerð, ef það yrði að hætta
sökum kaupendafæðar, eða að einhverju leyti breyta ffá því horfi, sem það nú er í.
ÞORKELL BJARNASON: um Þorlák Þórhallason hinn
HELGA (fyrirlestur). Rvík 1898. Fróðlegur og skemtilegur ritlingur, sem skýrir
dýrlingadýrkun íslendinga, trúarlíf og menningarástand á 12. öld.
GUNNSTEINN EYJÓLFSSON: TVÖ VESTURÍSLENZK SÖNGLÖG.
Khöfn 1898. Lög þessi eru við kvæðin »Sólu særinn skýlir* eftir Stgr. Thor-
steinsson og »Sumarnótt á heiði« eftir Jón Ólafsson. Segja þeir, sem vit hafa á,
að þau séu lagleg, eða meira en það, og ættu allir íslenzkir söngmenn að kaupa
þau og kynna sér. Það er ekki svo mikið, sem út kemur eftir íslenzk tónskáld,
að ekki sé sjálfsagt að leggja rækt við það litla, sem birtist af því tægi.
STEFÁN B. JÓNSSON: STJARNAN. Lftið ársrit til fróðleiks og leið-
beiningar um verkleg málefni. II. ár. Winnipeg 1898. Auk almanaksins eru í
ritlingi þessum ýmsar smáritgerðir og uppdráttur Manítobafylkis. Er þar meðal
annars ritgerð um alifuglarækt, um kartöflur, um súrheysverkun, um verðgildi
fóðurs og fleira ffóðlegt. Þó virðist oss þessi árgangur yfirleitt tæplega jafnast
við 1. árg. að efni; en hinn ytri búningur hans er aftur stórum betri og mál og
prófarkalestur miklu vandaðra, þó enn mætti betur vera.
ÍSLENDINGASÖGUR. 20.—24. Búið hefir til prentunar Valdimar Ás-
mundarson. Rvík 1898. í þessum 5 heftum eru þessar sögur: Svarfdœla saga,
Vallaljóts saga, Vdpnfirðinga saga, Flóamanna saga og Bjarnar saga Hitdœlakappa.
Sögurnar eru skemtilegar, frágangurinn góður og verðið lágt. Hvað vilja menn
hafa það meira?
GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON: EINIR. Nokkrar sögur. Rvík 1898.
í bæklingi þessum eru fjórar sögur. Heitir hin fyrsta þeirra tSkókreppa« og er
mestmegnis lýsing á gömlum karli og æfiferli hans. Hann elst upp á sveit,
föður og móðurlaus, verður mesti dugnaðar og iðjamaður, á fjölda barna og
elur upp tvö vandalaus börn að auki. En er þó jafnan mesti mæðumaður og
fer aftur á sveitina í elli sinni og er að síðustu holað í jörðina í útjaðri kirkju-
garðsins án allrar viðhafhar, eins og lög gera ráð fyrir með sveitlægan kararfausk.
Ýmislegt er allvel sagt í sögu þessari, en þó kveður lítið að henni. Hún er
mjög lauslega saman sett og í henni miðri útúrdúr, sem ekkert kemur sjálfri
8*