Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Page 118

Eimreiðin - 01.01.1899, Page 118
KELTNESK ORÐ OG NÖFN í ÍSLENDINGASÖGUM heitir ritgerð eftir W. A. Craigie, M. A., sem prentuð er í »Zeitschrift fúr Celtische PhiIologie< 1897. Ritgerðin skiftist i 5 kafla, og er hinn fyrsti um einstök keltnesk orð, er fyrir komi í sögunum, annar um keltnesk mannanöfn i þeim, þriði um staða- nöfn og fjórði og fimti um hverjir hljóðstafir og samhljóðar i írsku samsvari hinum íslenzku hljóðstöfum og samhljóðum í þeim orðmyndum og nöfnum, er fyrir koma. —Aðra ritgerð um »Kelta á íslandi< (The Gaels in Iceland) hefir sami höf. skrifað i »Proceedings of the Society of Antiquaries of Scotland« 1898. Er sú ritgerð miklu lengri og þar skýrt frá öllu, er snertir Kelta í fornritum ís- lendinga. Kemst höf. að þeirri niðurstöðu, að þeir Keltar (írar), sem komu til íslands á landnámsöldinni, hafi verið fremur fáir og þeir svo sem engin áhrit haft á þjóðemisfar, tungu og siði íslendinga. Þeir hafi skjótt horfið svo í sjóinn, að eftir nokkra ættliði hafi engin merki sést eftir þá. Það sé þv! mjög varhuga- vert að eigna það blóðblöndun íra við íslendinga, þó eitthvað kunni að finnast svipað í bókmentum þeirra og íra, enda sé t. d. fult eins mikið keltnesk bragð að »Sonatorreki« Egils Skallagrfmssonar eins og hverju öðru, og viti þó allir, að hapn hafi verið algerlega af norrænum rótum runninn. HÚSASKIPUN A SÖGUÖLDINNI Á ÍSLANDI, GRÆNLANDI OG VÍNLANDI heitir ritgerð, sem Miss Cornelia Horsford í Cambridge, Mass. (í Ameríku), hefir ritað í »The National Geographic Magazine«, IX, 3, 1898. Er þar stutt yfirlit yfir rannsóknir manna á fomum rústum í þessum löndum, en þó fremur lauslegt og engin samfeld lýsing á húsaskipuninni. Einkum er skýrt frá rannsóknum þeim, er hún hefir sjálf látið gera bæði á íslandi og á austur- strönd Ameríku (Vínlandi?) og eru nokkrar dágóðar myndir til skýringar, t. d. af bæ Eiríks rauða f Haukadal og af Sámsstöðum í Þjórsárdal, samkvæmt rann- sóknum Þorsteins ritstjóra Erlingssonar sumarið 1895. Þá eru og tvær myndir af rústum nálægt Cambridge, Mass. (f Vínlandi?), en þær eru, sem við er að búast, ffemur óglöggar og þvi lítið á þeim að græða. Því miður virðist ekki enn hafa orðið neinn verulegur árangur af Vínlandsrannsóknum Miss Horsford og föður hennar; en mikla þökk eiga þau skilið fyrir þann eldlega áhuga og örlæti, er þau hafa sýnt við þessar rannsóknir, og væri óskandi að svo færi áður lyki, að þar væri ekki unnið fyrir gfg. Það er og víst, að kringum Cambridge, Mass. eru ýmsar fommenjar, sem vert er að rannsaka, hvort sem þær kunna að eiga nokkuð skylt við Norðurlandabúa eða ekki. ISLENZKAR JARÐFRÆÐISRANNSÓKNIR. í .Geografisk Tidsskrift< XIV, 7—8 (1898) er stutt, en þó mjög greinilegt yfirlit yfir jarðffæðisrannsóknir dr. porv. Thóroddsens á íslandi á árunum 1881 —1898 og hinn helzta vísindalega árangur af þeim. Er það ritstjórnargrein og mikið af rannsóknunum látið, enda hefir og félagið síðar sæmt dr. Þ. Th. verðlaunapeningi sfnum úr gulli, og hefir sú sæmd ekki áður hlotnast öðrum en Nansen og G. Holm Grænlandsfata. — í tveimur þýzkum tímaritum vóru og greinar líks efnis um dr. Þ. Th., önnur í »Globus« LXXIV, 10 (1898) eftir froken M. Lehmann-Filhés (og í henni góð- mynd af dr. Þ. Th.), en hin í »Mitth. d. k. k. Geogr. Gesellschaft in Wien« 1898 (bls. 714—16 eftir dr. August Gebhardt. — Þá var og löng lofgrein um dr. Þ. Th. f danska dagblaðinu »Nationaltidende« og svo hefir víðar verið. ÞÝÐINGAR ÚR ÍSLENZKUM RITUM. Landfræðissaga dr. Þorv. Thór- oddsens hefir verið þýdd á þýzku af dr. Aug. Gebhardt og kom 1. bindið út í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.