Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Page 119

Eimreiðin - 01.01.1899, Page 119
Leipzig 1897, en 2. bindið 1898. Um þýðingu þessa (og bókina sjálfa) hafa meðal annara ritað dr. Kr. Kalund í >Zeitschrift fiir Deutsches Alterthum« 1897 og froken M. Lehmann-Filhés í >Zeitschr. d. Vereins f. Volkskunde* 1898. Láta þau mikið af, hve þýðingin sé góð, en geta þó um ýmsa smágalla (einkum dr. Kálund). — Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar hefir froken M. Lehmann-Filhés þýtt ýmsar smágreinar (einkum úr 10. flokknum: >Kreddur«), á þýzku, sem komið hafa út í >Zeitschr. d. Vereins f. Volkskunde* 1898. Hún hefir og birt útdrátt úr grein Jóns læknis Jónssonar í Fornleifafélagsárbókinni 1897 um kjallarann á Skriðu í Fljótsdalshéraði. Úr Eimreiðinni hefir verið þýtt á norsku >Álfakrossinn« (með mynd) eftir Kr. H. Benjaminsson og >Hundurinn Garmur« eftir Jóhannes porkelsson, og hafa báðar þær þýðingar komið út í blaðinu »Heimhug« 1898, og er þýðingin líklega eftir ritstjórann. f*ar er og þýðing á kýmnisögu Jónasar Hallgrímssonar >Að tyggja upp á dönsku* og ýmsu fleira. ÍSLENZKUR RITSTJÓRI í NOREGI. í Álasundi (Aalesund) í Noregi bvrjaði árið sem leið að koma út unglingablað, sem heitir >HEIMHUG« og et ritstjóri þess íslendingurinn Ólafur Felixson, en blaðið er eign Norðmanns, sem einnig gefur út annað stærra blað. Ó. F. er ættaður úr Rangárvallasýslu, en fór fjnir mörgum árum fátækur og umkomulaus til Noregs og hefir nú í nokkur ár fengist við blaðamensku í Þrándheimi, unz hann varð ritstjóri þessa blaðs. Sýnir það ekki alllítið traust á honum, að hann, útlendingurinn, skuli hafa verið ráð- inn til þessa starfa, enda ber og blaðið þess vott, að hann er góðum hæfileikum búinn. Er slíkt jafnan gleðiefni fyrir fósturjörð vora, er synir hennar geta fært öðrum þjóðum heim sanninn um það, að margt gott getur sprottið upp í mold- arkofunum okkar íslenzku og allri fátæktinni. Blaðið >Heimhug« er ritað á sveitamálinu norska, og hefir meðal annars á stefhuskrá sinni, að fræða menn um íslenzkar bókmentir, stjómarfar og þjóðlíf. Hefir það þegar sýnt, að þetta er meira en orðin ein, því næstum í hverju blaði hefir verið eitthvað um Ísland, þýðingar úr íslenzkum ritum, greinar um íslenzk efni, fréttir ffá íslandi og ýmislegt fleira, mest eftir ritstjórann, en sumt eftir aðra íslendinga, er í blaðið rita. Skulum vér sem dæmi nefna kvæðið »Heim- hug« eftir ritstjórann, er lýsir tilfinningum hans og hugarþeli til íslands mjög fagurlega, annað kvæði, sem heitir >Vonbrot« eftir annan íslending í Noregi, lýsing á fjallferð eða göngum á íslandi, íslenzk jarðarför, jólakveld á íslandi, grein um Njál, sagnir um Jón biskup Vidalín (mestmegnis þýtt), fregnbréf ffá íslandi, um fólksfjölgun á íslandi og manntal i íslenzkum kaupstöðum o. s. ffv. í jólanúmeri blaðsins, sem er skrautprentað og með mörgum myndum, er meðal annars mynd af íslenzkum kvennmanni í skautbúningi, af >álfakrossinum« (sbr. Eimr. IV) og af ritstjóra Eimreiðarinnar dr. Valtý Guðmundssyni ásamt langri grein um hann. Þar við bætist, að flestar þessar greinir eru vel ritaðar og sumar prýðilega. Að eins hefir ein óheppileg villa komist inn i ffásögnina um Jón biskup Vidalín og fregnbréfið ffá íslandi (eftir >Kveldólf«) er mjög óheppilegt. Það er næstum eingöngu um ritsímamálið, en hefir lítið um það að segja nema tóma vitleysu, sem lapin er upp eftir >Dagskrá«. Það virðist nægilegt, að menn verða sér til skapraunar að sjá slíkt bull í íslenzku blaði, þó ekki sé farið að láta það flytja kellingar yfir í útlend blöð, þar sem það gæti unnið málinu ógagn, ef nokkur tæki mark á því.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.