Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 11

Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 11
II leggja; það voru sömu goðarnir,. sem höfðu völdin eftir 965 sem áður, aðeins að 3 viðbættum, er þó fengu ekkert með dómnefnu að gera. Svona var þá höfðingjastjórn og goðorðaskipun alt til loka þjóð- veldisins, og aldrei heyrist nokkur kurr um, að það ætti öðruvísi að vera, eða að ekki væri alt með feldu. Pað var, eins og bent var á, svo rótgróið í meðvitund þjóðarinnar, að þessi skipun (tal- an) væri sú eðlilegasta, auk þess sem hún stóð á fornum sögu- legum grundvelli. Höf. álítur nú, að það hafi komið seinna tíma- bil (í lok 10. aldar) — sem verður reyndar eftir hans stjórnar- skipunarsögu ærið stutt —, er ný goðorð hafi myndast, er hvorki hafi verið full né forn, og segir, að Grágás tali beinlínis um þess- háttar goðorð. Sjáum við nú til. Höf. á við hina alkunnu grein um fimtardóminn í f’ingskapaþætti, sem er 43. grein í Konungs- bók. Par er verið að tala um skipun eða dómnefnu í þenna dóm, er stofnaður var að hyggju flestra árið 1004 •— að minsta kosti ekki fyr. því að Ari segir, að Skapti lögsögumaður hafi »sett fimtardóm«, en hann var lögsögumaður 1004—30—. I greininni segir, að mann skuli nefna í dóminn »fyrir goðorð hvert et forna, 9 menn úr fjórðungi hverjum«, þ. e. elzta fyrirkomulagið, eða 36- talan er enn svo rík, að hún er lögð til grundvallar, ekki einu sinni 4. norðlenzka þingiðfkemur hér til greina, og er það alveg samkvæmt því, sem átti sér stað með hina (fjórðungs)dómana. Nú bætir greinin við: »goðar þeir, er in nýju goðorð hafa, þeir skulu nefna eina tylftina í dóminn«. I dóminum áttu að vera eftir Njálu 48 (4 X I2)> en Þ° áttu aldrei nema 36 að dæma í málum. Höf. skýrir nú orð þessi svo, sem hér sé átt við goðorð, er hafi verið til áður en fimtardómur var stofnaður, og spinnur langt mál út af þessu, í sambandi við kristnitökuna. En allur þessi spuni er því miður efnislaus. Njála skýrir oss frá því, að Njáll hafi lagt það til, um leið og fimtardómurinn var settur á stofn, að tekin yrðu upp ný goðorð — þetta eru beinlínis orð sögunnar (97. kap. 76. línu, sbr. 113. og 114. 1., og eru sum af þessum nýju goðorðum talin þar). Höf. vill, að hér sé »bersýni- leg villa« í Njálu; en þetta getur hann reyndar ekki sannað. Nei, Grágás og Njála eru hér í fullu samræmi hvor við aðra. Grágás segir lögin, eins og þau voru eða hljóðuðu í framsögu lögsögu- mannsins, en ekki sjálf lagafrumvörpin; hér gat ekki staðið í Grá- gás t. d. »goðar þeir, er munu hafa hin nýju goðorð, er á að fara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.