Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 14
flosi) um Arnarstakksheiði á leið til þings, og fékk hann að vita
af mönnum, »er til þeirra höfðu róit«, hverjir það voru, og hann
bar fregnina um komu þeirra til alþingis, svo að á þann hátt
fengu allir að vita, að þeir voru við land. Svo er sagt berum
orðum, aö er þeir Gissur voru komnir til Vellankötlu við Olfus-
vatn (að austanverðu við Pingvallavatn), »þá gerðu þeir orð til
alþingis, at vinir þeirra ok venzlamenn skyldu ríða í mót
þeim« — og þá fyrst komu vinir Gissurar, og riðu svo með þeim á
þing, en óvinir þeirra höfðu ætlað —• eftir að hafa fengið fréttina
með Flosa — að verja þeim vígi þingvöllinn, en úr því varð þó
eigi; þá vantaði auðsjáanlega foringjann Alt þetta stendur í
Kristnisögu (þar aðeins um Flosa) og Islendingabók Ara. ?að er
auðséð af þessu, að Ari hefur ekki vitað neitt um samtök eða
fyrir fram ákveðinn fund, en orð hans sýna bezt, að hér er
heldur ekki um neitt slíkt að ræða. Paö er þá fyrst, að vinir
Gissurar og venzlamenn ríða á móti honum, þegar hann er bú-
i n n a ð senda til þeirra. Alt bendir á, að ekkert hafi verið ákveðið
áður; annars hefðu kristnir menn riðið beint til Vellankötlu og ekki
á þingvöll — og beðiö þar Gissurar. Prátt fyrir þessa skýru
sögu Ara og Kristnisögu lætur nú höf. þenna »Vellankötlufund«
vera ákveðinn fyrir fram, og hann lætur Síðu-Hall boða til hans —
sPað er eflaust [NB.] hann, sem hefur . . . látið út ganga skipun
um alt land til hinna nýju höfðingja að vera komnir á ákveðnum
degi í Vellankötlu « (83. bls.). Pað er þetta og annað eins, sem
ég kalla skáldskap. Og það skáldskap, sem er svo fjarri því
að styðjast við eða vera í samræmi við heimildarritin, að hann er
öllu fremur þvert ofan í þau.
Um ræðurnar á þingi vitum við nokkuð, einkum ræðu Por-
geirs. Um »pólitískar« ræður heyrist ekki eitt orð, og þó álítur
höf. (á 94. bls.), að þær hafi átt sér stað — »að í umræðunum
hafi komið fram af hálfu kristinna manna harðar ákúrur til goða-
valdsins, sem sæti yfir allri landsstjórninni« osfrv. Pá hafi heiðnir
menn neitað að taka kröfur kristinna manna til greina osfrv. En
nú segir Kristnisaga aftur berum orðum, »at engir óvinir þeirra
þorðu at tala móti þeim«. Pað er nú bagalegt, að heimildar-
ritin svona hvað eftir annað koma í bága við skoðanir höf. En
þetta á nú heldur ekki að vera rétt hermt (sbr. umyrðin um Njálu-
staðinn með nýju goðorðunum), vegna þess, að orð Ara sýni, að
það hafi fleiri talað, en hann segir að: »þat bæri frd, hvé vel þeir