Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 10

Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 10
10 um. En hún var sú, að dómendatalan var 36, en þeim skift í 4 fjórðungsdóma (sem líklega urðu þá til, þ. e. 36-manna dóm- •stóllinn skiftist í fernt), eða með öðrum orðum: það var ekkert tillit tekið til fjórða þingsins í Norðlendingafjórðungi við dómnefn- una — hún var jöfn fyrir alla. Oðru máli var að gegna um lög- réttuna. Par var ekki slept fjórða, norðlenzka þinginu, — líklega, eins og höf. tekur fram, — af því að allir goðar þar þóttust eiga fullu kröfu til að verða lögréttugoðar og hafa krafist þess af kappi. Hinum hefur þótt þessi krafa áheyrileg og þeir hafa látið undan, en með því skilyrði, að hinir þrír fjórðungarnir fengju hver sína 3 menn á móts við 4. þingið norðlenzka, svo að nú urðu 12 menn úr hverjum fjórðungi lögréttugoðar — þeir 9 voru þó ekki taldir reglulegir goðar. En með þessu móti varð, eins og Ari segir, jöfn lögréttuskipun úr öllum fjórðungum. Vilhjálmur Finsen hefur rökstutt þessa skoðun svo snildarlega í riti sínu um »Fri- statens Institutioner« (1888), að ég er fullkomlega sannfærður um gildi röksemda hans. Hann hefur þar líka fullkomlega sýnt og sannað, að það sem Grágás kallar goðorð »full og forn« eru goð- orðin á tímabilinu 930—65.1 Orðið forn var ekki hægt að hafa um nokkurt tímaskeið jafneðlilega sem einmitt um elzta tímabilið. Pað er nú af þessu auðséð, að það verða fleiri en áður, er taka þátt í landsstjórn, einkum að því er löggjöf snertir, og væri næst að álykta af þessu, að það hefði vakið almenna ánægju, að öll þingin voru jafnatkvæðarík — þar að auki voru 9 menn, sem fengu áhrif á löggjöfina —, án þess að nokkur misti neins í. Eað er bágt að skilja eða hugsa sér, að nokkur óánægja hafi getað átt sér stað með þessa tilhögun, enda er það segin-saga, að þótt leitað sé með ljósi, finst aldrei svo mikið sem stafur, hvað þá heldur meira, af óánægju með hana eða goðavaldið, hvorki hjá liöfðingjum né alþýðu. Pað er því tómur hugarburður og tilbún- ingur, þegar höf. gerir ráð fyrir þesskonar óánægju. Og jafn- rangt er það, þegar hann talar um, að þeir 39 goðar, »sem ofan á urðu« (1101965), hafi haft samtök »um að leggja undir sig lands- stjórn og héraðsstjórn« (15. bls.). Hér var ekkert undir sig að 1 kað, sem höf. 42. bls. færir á móti þessu í neðanmálsgrein, er ekki mikils virði; að skrifarar og redaktorar laganna á 12. öld skrifuðu, eins og þeim var tam- ast að tala, er auðvitað. Enda er það líka sjálfsagt, að þótt eigi væri fjórðunga- skipun föst ákveðin fyrir 965, hafa þó þau 12 þing, sem áður voru, alveg svarað til þeirra, sem skiftust á fjórðungana. Orðatiltækið er því í rauninni rétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.