Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 23
23
miklu fé í húsa- og jarðabætur, og þó hafði skepnum fremur
fjölgað en fækkað, en ættsystkin gömlu Leitis-Gróu sögðu að
ólýginn hefði sagt sér, að þær kringlóttu hans Jóns hefðu týnt
tölunni.
Sigurður, sem var manna gestrisnastur og gjörði að því leyti
jafnt við vini sem óvini, bauð Pórði þegar til stofu, og er hann
hafði stungið Skjóna sínum inn í réttina, sem var í sundi á mill-
um skemmu og bæjarhúsa, fóru þeir inn og slapp fólkið því í
þetta sinn með óhýrt augnaráð. — Pegar þeir Pórður og Sigurður
höfðu spurst almæltra tíðinda, inti Sigurður eftir, hversu langt
ferðinni væri heitið, og kvað Póröur þegar komið á enda leiðar-
innar, »og er það erindi mitt við þig,« sagði hann, »að komast
eftir því, hvort þú munir ekki vera fáanlegur til þess, að liðsinna
mér, og nokkrum öðrum, í því að koma á fót nokkurs konar
framfarafélagi hér í sveitinni.«
»Eruð þið að hugsa um að stofna framfarafélag hérna ungu
mennirnir?«
»Já, ég hef fært það í tal við nokkra, og það fleiri en unga
menn, svo sem Jón í Veitu og Guðmund í Nesi, og eru þeir ekki
fráhverfir því að vera með, enda vonast ég til, að gott málefni
sigri, svo ég fái flesta eða alla með mér.«
»Helduröu nú að það sé svo sérlega áríðandi að stofna þetta
framfarafélag?« spurði Sigurður og var napurt háð í röddinni.
»Já, það blandast mér alls ekki hugur um, að það gæti
orðið sveitinni til mjög mikilla þrifa, ef það yrði dálítið fjör í því,
eða sýnist þér ekki margt þurfa umbóta hérna hjá okkur?«
»Jú, það veit hamingjan, og ekki hvað sízt þessir nýju siðir
ykkar; ég sé ekki betur en að þið ungu mennirnir haldið í skakka
stefnu; en hvað á nú annars að verða aðalstarf þessa þarfafélags
ykkar?« sagði Sigurður og glotti við.
»Eg hafði hugsað mér,« sagði Pórður og saug fastan pípuna,
sem hann var að reyna að kveikja í, en var hálfblind, »ef unt
væri að haga því þannig, að allir félagsmenn greiddu eitthvert
ákveðið tillag á ári, t. d. 1—2 krónur og af þeim peningum yrði
svo helmingnum varið til þess, að kaupa fyrir ýmsar fræðibækur,
sem svo yrðu látnar ganga um meðal félagsmanna til lesturs á
kveldvökunum; hinn helmingurinn legðist í félagssjóð, að svo miklu
leyti sem hann þyrfti ekki, til þess að borga með fundarhöld og