Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 54

Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 54
54 Er árdagur sólhvarfa’ um andnesið fló, í ögrinum landbáran fraus; en Árni skaut kili og árum í sjó mót illviðrisbakka, úr hafinu er dró, — því bærinn var bjargarlaus. Pað ýldi í keipum og umdi í röng, er Árni róðurinn jók, — á fiskimiðin var lota löng — í lagísnum stefnið á ferjunni söng, og skriðinn af skútunni tók. Pó tannhvassar holskeflur tækjust á loft, það tók ekki á þor hans né ráð; því hann hafði dauða í harðjaxla-hvoft og heljar náklípur litið oft, er slitu þau blóðstokkna bráð. Og hrímgráa bliku á himininn dró frá hálendis sjóndeildar-baug, er híalíns-belginn af himninum fló, en helbleikri nágrímu á tindana sló, og beint móti bakkanum flaug. Hin sædrifna ferja er háskanum háð, því hrönn skolar sýlaðan keip. Og dauðinn í stormgerfi legst yfir láð og lagar-hvel gjörvalt, og skimar að bráð, úr hraðfleygum hnattroku sveip. Er bálviðris-hrinan á brekunum skall, um brimþýfið kjölurinn hnaut. Við hásæti stormguðsins herblástur gall, en holskeflan teygði sig, freyddi og svall, og bátnum í brimsvelginn skaut. í Ránar kverkum er rámur gnýr; hún rekur upp óhljóð mörg, og fettist og grettist og brettir brýr, en blágrárri froðunni hóstar og spýr, og tannar hin tröllauknu björg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.