Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 76
76
náma, Kristnisaga, Trójumannasaga, Bretasögur, Hemingsþáttur, Hervararsaga, Fóst-
bræðrasaga, Eiríks saga rauða og Skáldasaga; þar að auki ýms heimspekileg, helgi-
fræðisleg, landfræðisleg og náttúrufræðisleg rit, samtals 20 rit. Bókin er mjög merki-
leg og útgáfa þessi af henni einkar vel úr garði gerð í alla staði; handritin, sem
víða eru lítt læsileg, mjög nákvæmlega (stafrétt) afskrifuð og prentuð. Aftanvið eru
skrár yfir mannanöfn (eftir Eirík) og staðanöfn o. fl (eftir próf. Finn). M. P.
LANDNÁMABÓK er nýlega út komin (1900) á kostnað »Hins kgl. norræna
fornritafélags« og hefir prófessor Finnur Jónsson búið þá útgáfu til prentunar og
samið innganginn, sem er um handritin, uppruna bókarinnar og lýsing á henni.
Hér er hver bókin á eftir annarri, og er fyrst sú Landnámabók, er »ritaða Haukr
Erlendsson eptir þeirri bók, sem ritat hafði herra Sturla lögmaðr, hinn fróðasti
maðr, ok eptir þeirri bók annarri, er ritat hafði Styrmir hinn fróði, ok hafða ek
(segir Haukr) þat ór hvárri, sem framar greindi, en mikill þorri var þat, er þær
sögðu eins báðar, ok því ekki at undra, þó þessi Landnámabók sé lengri en nokkur
önnur«. Síðan kemur Sturlubók, sem Sturla Þórðarson ritaði, en síðust er Melabók
(brot), er samin mun (eftir tilgátum próf. Finns) af Snorra lögmanni Markússyni (f 1313).
Bók sú, er Styrmir hefir ritað, er töpuð. Auk þessara þriggja bóka eru ýmsir við-
aukar (útdrættir úr öðrum fornritum) og nafnaskrár, og hefur stud. mag. Björn Bjarna-
son samið þá, sem er yfir mannanöfnin.
Utgáfa þessi er eins úr garði gerð og sú af Hauksbók og samsvara báðar kröf-
um tímans að visindalegri nákvæmni og öllum frágangi, enda eru þær meðal hinna
beztu, er til eru af nokkurum fornrita vorra. M. P.
SNORRA-EDDA er og nýlega út komin í nýrri útgáfu eftir prófessor Finn Jóns-
son (Khöfn 1900). Hefir tilgangur hans verið sá, að gefa hana út sem líkasta þvi,
er hún kom frá Snorra eigin hendi, og hefir hann því rannsakað nákvæmlega og
borið saman öll handrit hennar (sbr. Eimr. V, 233) og mun hann hafa náð tilgangi
sinum. Þessi útgáfa hefir inni að halda Prologus (0: formála Snorra), Gylfaginning,
Skáldskaparmál og Háttatal, og auk þess 9 viðauka (Þórsdrápu, Gróttasöng, nafna-
þulur o. fl ), lausavísur og kvæðabrot eftir Snorra, formála og nafnaskrá (með skýr-
ingum) eftir útgefanda. »Bragaræður« eru hér fyrsti kapituli af Skáldskaparmálum,
en »Eptirmáli« og allur þess háttar seinni tima tilbúningur og viðbætir er ekki tek-
inn með, nema hvað sumt er sett í viðauka. Utgáfan er ekki með skýringum á
textanum, en orðamunur handritanna er neðanmáls. Bókin er ágæt sem skóla-útgáfa
og liennar full þörf, því að útgáfa Sveinbjarnar Egilssonar og Árnasjóðs-útgáfan eru
báðar uppseldar, en útgáfa séra Þorleifs Jónssonar var aldrei úr garði gerð sem vís-
indaleg útgáfa. M. P.
UM ÍSLENZKAR NÚTlÐARBÓKMENTIR er grein i tímaritinu »Hlídka«
(Rijen 1900), sem rituð er á einhverju slafnesku máli, sem vér ekkert skiljum í, ekki
svo mikið, að vér könnumst við nafnið á bænum (í hinum slafneska búningi), þar
sem tímaritið er prentað. Ekki sést hver ritað hefir greinina, og eigi vitum vér
heldur, hver sent hefir oss heftið, sem hún er i; en oss grunar að það muni vera
séra Al. Koudelka i Nicolcic, sá er þýddi sögur Gests Pálssonar á böhmisku, því
hann er kaupandi að Eimreiðinni, og greinin er mestmegnis um hana og þá höfunda,
sem í hana hafa ritað, þó líka sé minst á ýmislegt fleira. Ritstjóri tímaritsins heitir
dr. Pavel Vychodil. V. G.