Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 34
34
inum, og verið þér nú blessaðir og sælir og þakka yður æfinlega
fyrir mig.«
»Ekki að þakka, Sigurður minn, og farið þér ætíð vel,« sagði
síra Sveinn og rak að Sigurði rembingskoss.
Sigurður sté svo á bak og reið í hægðum sínum fram að
Gili. Hann lét hestinn lötra hægast fót fyrir fót, eins og honum
riði lífið á að mæla vegalengdina í skrefum. Hann grúfði höfuðið
ofan í bringuna, hóf það aðeins upp endur og eins, þegar hann
þurfti að skirpa út úr sér mauktuggnu tóbaki, til þess að fá sér
annað nýtt.
í huga hans börðust metnaðurinn og löngunin til að koma fé-
lagsmynduninni fyrir kattarnef.
Reiðin og hatrið til Pórðar svall og ólmaðist í brjósti hans;
við og við börðust varirnar og hann hreytti sundurlausum setn-
ingum á millum tannanna, út í þokuna og myrkrið..............
»Bölvaður strákurinn . . honum ferst að hæla sér . . . hann
hafi narrað mig .... mér þótt upphefð að vera með, já svei
. . . Nei, Pórður, það er ekki sopið kálið, þó í ausuna sé komið,
karl minn. — Blessuð kerlingin hún Manga . . ef hún hefði ekki
sagt mér þetta; ég ætti að muna henni það . . . Hafliði getur
ekki borgað . . . ég skal neyða hann til að vera með . . hann
má verða feginn .... 200 krónur, það er mikið fé . . ef ég
þyrfti nú að bæta honum til . . . það er tilvinnandi . . . félagið
á hausinn . . . Pórður á rassinn . . . hæli hann sér á eftir . . .
Já, ég slcal alt til vinna . . . sóminn í veði . . . ég ginningarfífl
. . . nei aldrei — aldrei . . . heldur að borga . . . ég er nógu
ríkur . . . nú jæja, ég er þá kominn alla leið.« Hann fór af baki,
gekk að bæjardyrunum á Gili, barði og bað þann, sem kom til
dyra, að segja Hafliða, að sig langaði til að finna hann. Hafliði
var maður rúmlega fertugur, lágur og þrekinn, en fremur veiklu-
legur í andliti. Hann hafði búið á Gili síðan hann var 22 ára
gamall. Aldrei hafði auðurinn heimsótt hann í búskapnum. Konan
hans hafði alla tíð verið heilsutæp og börnin hlaðist á hann jafnt
og þétt; nú lifðu 12 af 16. Með stakri reglu og framúrskarandi
dugnaði hafði honum tekist að komast af, án þess að þiggja af
sveit, enda höfðu margir orðið til að rétta honum hjálparhönd,
því hann hafði notið almennrar hylli fyrir framkomu sína; þótti
skynsamur vel, sanngjarn og greiðvikinn, það sem hann gat, og
var í mörgu á undan samtímamönnum sínum. Að vörmu spori