Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 22
22
hafði verið á vergangi í Bæjarsveit og jafnan verið kær vina Sig-
urðar í Bæ og Margrétar konu hans.
Pað var í öndverðum júlímánuði, sumarið 18 . . . Sólin skein
í heiði og sendi brennheita geislana ofan yfir réttláta og rangláta.
Fólkið, sem gekk að heyvinnu í sveitunum, var nýlega komið
heim af túnunum til þess að borða miðdegismatinn og teygja ofur-
lítið úr þreyttum limunum að endaðri máltíðinni.
Vinnuhjúin í Bæ höfðu fengið sér ofurlitinn dúr á eftir mið-
degismatnum. —- Það var í því »laugardagsleti«. Pað svaf nú
alt sætt og rótt, nema einn vinnumaðurinn, sem lá aftur á bak í
rúminu sínu og reykti.
En Sigurður gamli svaf ekki né hélt kyrru fyrir, fremur en
vant var. Hann var á gangi úti á hlaðinu að líta eftir ýmsu,
karlsauðurinn. xí’arna hefir stelpan hún Gunna þá hent hrífunni
sinni,« tautaði hann um leið og hann tók hrífu í smiðjusutidinu og
lagði hana suður á skemmuvegginn hjá hinum hrífunum. »Henni
hefir legið á að komast inn til að sofa. Og þarna er þá ljárinn
hans Manga, honum hefði líklega verið nær að leggja hann á
núna, heldur en að liggja reykjandi inni í bæli; svo verður strák-
urinn farinn til kindanna, þegar hann drattast út, svo það verður
að taka fullorðinn karlmann til að snúa; svona er þetta unga fólk,
það hugsar aldrei neitt um verkin, bara um að éta og sofa, snur-
fusa sig til og heimta kaupið.«
Meðan hann var að rausa þetta við sjálfan sig, gekk hann
fram á hlaðið, þar sem reiðingunum var hlaðið saman og reipin
og bandbeizlin héngu á ás, til þess að gá að, hvort ekki væri
neinstaðar biluð ásauming á reiðingunum, hvort ekki væri taum-
laust beizli, móttakalaus klyfberi, vantaði hagldarband, eða þess
háttar; það varð alt að vera til taks, ef á þyrfti að halda.
fegar hann um stund hafði athugað reiðskapinn, ætlaði hann
inn að hotta á fólkið, en þá kom það út og rétt í sömu andránni
heyrðist jódynur norðan fyrir bæinn og Pórður á Hóli þeysti heim
á hlaðið.
Pórður hafði átt heimili á Hóli þessi 7 ár, síðan hann kom
úr skólanum og fyrir 4 árum hafði hann gamli Jón fengið honum
hana Önnu, einkabarnið sitt, og allar reiturnar til æfinlegrar um-
sjár; og þó Hólsbúið væri ekki stórt, þá var það góður stofn og
jörðin stóð fyrir bótum, enda sýndi Pórður fljótt, að hann kunni
með hvorttveggja að fara, því síðan hann tók við, haf ðihann varið