Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 74
74
Islendingar, frá því Eggert Ólafsson og Sveinn Pálsson v<>ru uppi fram á þenna
tíma, unnið miklu meira að náttúrurannsókn Islands en allir útlendingar til samans.
Éetta á líka svo að vera. Þá höfum vér lagt vorn skerf til alþjóðlegra vísinda,
höfum sýnt, að vér erum sjálfbjarga og eigum tilkall til borgararéttar i heimi nátt-
úruvísindanna, þó vér séum lítil þjóð og fámenn.
Blöðin islenzku geta aldrei um störf íslenzkra vísindamanna, hvorki í fornfræði,
málfræði eða náttúrufræði, og aðeins um örfáar bækur af þeim, er út koma; þyrfti
þó ekki mikið rúm til þess að geta þess, sem gjört er. En ef ómentaður, enskur
»túristi« lætur svo lítið að geta íslenzkrar þjóðar, eða islenzkrar náttúru, er það
undir eins lotningarfylst látið »á þrykk út ganga« (þó það sé eintóm vitleysa). Ef
útlendingur ætti að dæma um menningarstig Islendinga eftir blöðunum einum, væri
hætt við, að hann fengi þá skökku skoðun, að vér værum andlega forpokaðir vesal-
ingar, sem hvorki þektum vísindi né bókmentir, en værum altaf að rífast, oftast um
hlægilega smámuni; og þó eru margar ágætar greinar i íslenzkum blöðum innan
um. Þýzkur fræðimaður sagði eitt sinn við mig, að »það væri auðséð á islenzku
blöðunum, að hólmgöngur og einvigi ekki tíðkuðust úti þar«, og ég er líka hræddur
um, að margur ritstjórinn fengi rifið skinn, ef hólmgöngur væru aftur i lög leiddar
á Fróni.
Éær raddir heyrast nú oftar en fyr, að »bókvitið verði ekki látið i askana«,
og er það satt frá þeirra sjónarmiði, sem hafa »asklok fyrir himin«. Eg hefi heyrt
suma segja, að vér Islendingar hefðum ekki »ráð á« að fást við vísindi, en þá höf-
um við heldur ekki »ráð á« að vera til. Vér höfum nú hímt á horriminni um
margar aldir og höfum þó haft virðingu annarra þjóða. Hvers vegna? Sökum hinna
andlegu starfa vorra; bókmentirnar hafa haldið oss upp úr svaðinu, án þeirra vær-
um við bara skrælingjar. Nú þegar hið verklega er að lifna við hjá oss, megum
við ekki gleyma hinu andlega lífi, sem við eigum alt að þakka. Kostnaður sá, sem
þjóðin þarf að leggja til bókmenta og vísinda, svo þau haldist nokkurnveginn í
horfinu, eru smámunir einir í samanburði við önnur útgjöld þjóðfélagsins, og þessir
smámunir munu bera margfalda ávexti í bráð og lengd. Sú smáþjóð, sem ekkert
leggur til alþjóðlegra vísinda eða alþjóðlegrar menningar, mun ávalt verða í fyrir-
litningu hjá stórþjóðunum, hve vel sem hún annars er efnum búin. Ef vér Islend-
ingar viljum halda virðingu vorri og þjóðerni, er fyrsta skilyrðið, að vér hlynnum að
hinum andlega gróðri, sem oft getur sprottið fagurlega úr hrjóstrugum jarðvegi, og
er auk þess undirstaða allra farsællegra framfara. Vér ættum líka jafnan að hafa í huga,
það sem Konungsskuggsjá segir: »ef úáran verðr á fólkinu eða á siðum landsins,
þá standa þar miklu stærstir skaðar af; þvi at þá má eigi kaupa af öðrum löndum
með fé hvárki siðu né mannvit, ef þat týnisk eða spillisk, er áður var í landinu«.
P. Th.
HELGI PÉTURSSON: THE GLACIAL PALAGONITE-FORMATION OFICE-
LAND (i »The Scottish Geographical Magazine« 1900, bls. 265—293).
Eftir að búið var að prenta greinina um móbergið i þessu hefti Eimr.,1 hefir
hin vísindalega skýrsla Helga Péturssonar um rannsóknir hans sumarið 1899 komið
á prent. far er ýtarlega og vel sagt frá hinum einstöku athugunum og er ritgjörðin
að öllu samtöldu mjög vel af hendi leyst. Ályktanirnar, sem höf. dregur út af at-
1 Bæði þessi og undanfarandi grein voru ritaðar i fyrra og áttu að koma í 3.
hefti af VI. árg. Eimr., en sökum rúmleysis varð að láta þær biða þangað til nú.
RITSTJ.