Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 21
21
til nytsemdar mátti vera. Með hverri línunni, sem hann las, mátti svo
heita, sem fyrir honum opnaðist nýr heimur, fullkomnari og betri, en
hann hafði áður þekt. Honum varð Ijóst, að margir siðir og hættir,
sem annarstaðar voru taldir óhafandi, voru enn við lýði heima í
afskektu sveitinni hans. Honum þótti, sem það mundi vera óþrjót-
andi verkefni þar heima í Bæjarsveit, að umskapa hugsunarhátt-
inn og siðina, og blóðið ólgaði og svall í æðum hans, þegar hann
hugsaði til framtíðarinnar. Honum fanst þróttur sinn svo mikill,
að hann mundi, líkt og Herkúles, sigra hverja þraut, sem á veg-
inum yrði.
Með stöðugum umbótaásetningi og óbifanlegu sjálfstrausti kom
hann svo úr skólanum eftir tveggja ára dvöl þar, og gjörðist far-
andkennari á vetrum í héraðinu, en var í kaupavinnu á sumrum.
Allir ungu mennirnir hölluðu sér brátt að Pórði, ekki svo mjög
til að geta notið góðs af þekkingu hans, sem vegna þess, að hann
kunni að dansa, brúkaði hvítt um hálsinn, var söngmaður góður
og honum fylgdi hvervetna gleði og gaman, var yfir höfuð meiri
áburðarmaður en alment gerðist. Og stúlkurnar keptust um að
gefa honum hýrt auga og úthúðuðu svo náttúrlega hver annari
fyrir að vera skotin. En sumir gömlu mennirnir, þeir sem voru
»mest á eftir tímanum«, sagði yngra fólkið, tóku undir með Sig-
urði í Bæ, hristu höfuðin og sögðu: »Ja slík og þvílík býsn,
nýir siðir koma með nýjum herrum; og ekki hafði hann faðir minn
sæli það svona, og komst þó alt betur af en núna.« Og um-
ferðakerlingarnar, sem einu sinni hér á árunum höfðu verið æsku-
vinur gömlu mannanna, mintust nú löngu liðinna sælla rökkur-
stunda og snerust í lið með þeim gegn þessum nýmóðins herra,
honum Eórði á Hól, og hentu á lofti hvert orð, sem kom af vör-
um hans og vógu það svo á sínar hallfleyttu mannorðs-metaskálar,
og stundum, ef þær héldu að vogin mundi hallast öðruvísi, en
vera ætti, þá lögðu þær frá sjálfum sér svo sem eitt orð eða svo,
auðvitað alveg meinlaust, en bara til uppfyllingar. Svo gengu
þær bæ frá bæ og sögðu hvervetna frá eins og bezt þótti henta
í þeim eður þeim stað. Pær voru ekki eigingjarnar eða sérplægnar,
vesalingarnir, og ekki vonuðust þær eftir sögubita; enginn gat borið
þeim það á brýn. Engin var þó jafnötul að koma orðum Pórðar
á ferðina og bæta við frá sjálfri sér, þar sem henni þótti á vanta,
eins og hún Manga gersemi, sem frá því fyrsta hún mundi til