Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 44
44
að nota það í sínar þarfir; hann hefði svarað því til, að þessir gömlu
bændur værú ekki ofgóðir til að láta fáeinar krónur af hendi
rakna, þeir væru nógu ríkir samt. Að lokum sagðist hann álíta
það sína helgu skyldu sem prests og fræðara, að vera eindregið
á móti þessum »nýmóðins vindbelgingi, hálfmentaðra uppskafninga,
um félagsskap og annað þesskonar.*
þetta, ásamt nokkrum frekari dylgjum til Pórðar, um undir-
ferli og óhreinar hvatir, var aðalinntakið úr hinni löngu ræðu
síra Sveins.
fegar hann var hættur, fór sem oftar, þar sem margir eru
samankomnir, að hver fór að spjalla við annan og meta hverjum
þeirra hefði sagst betur, svo Pórður, sem ætlaði að svara presti
komst ekki einu sinni að. En rétt í þessum svifum kom Sigurður
inn með kertaljós í stórum látúnsstjaka og setti á borðið; á eftir
honum kom konan hans inn með kaffið.
Pegar búið var að drekka kaffið, varð stundarhlé á orða-
glamrinu og það notaði Pórður sér til þess, að hefja máls gegn
ræðu síra Sveins.
Hann sýndi fram á dæmi annara þjóða, hversu félagsskapur
og uppfræðing bæri alstaðar blessunarríka ávexti; benti á að, ef
gagnfræðingar væru hneigðir fyrir iðjuleysi, þá væri það einmitt
bændum sjálfum að kenna, sem hefðu alið þá upp við þann hugs-
unarhátt, að þeir, sem lærðu eitthvað til bókarinnar, ættu alls ekki
að vinna; en sú hugsun þyrfti að breytast og mundi líka gjöra
það, þegar uppfræðingin yrði almennari. Að lokum lauk hann
máli sínu með því, að hvað síra Svein snerti, þá mundi honum
ganga eitthvað annað en kærleikur til þess, að vera á móti fé-
lagsskap og alþýðumentun, mundi óttast, að með vaxandi þekk-
ingu mundi mönnum smátt og smátt lærast að meta hæfilega
hans prestslegu kosti og ekki sízt sjá, hverjar hvatir það væru,
sem svo mætti segja að stjórnuðu öllum hans athöfnum; öðrum
óhróðursdylgjum prestsins áliti hann sig ofgóðan til að svara. Þá
sneri síra Sveinn sér á hæli, hló kaldahlátur og sagði svo hátt,
að allir heyrðu í stofunni: »Heyr á endemi.« Hann var í sinni
löngu embættistíð margbúinn að reyna, að einmitt þetta, að láta
sjá á sér ljós merki um þykkju og fyrirlitningu, hafði meiri áhrif
á sóknarbörn hans, en langar ræður; þau vildu ekki ganga í ber-
högg við prestinn sinn út úr smámunum.
Eað var komið langt fram á kveld.