Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 5

Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 5
s segja sinn af hverju landshorni; og þaö er eins og höf. gleymi því, sem Ari gefur sjálfur til kynna um ritsaðferð sína. Pað er svo sem auðvitað, að Ari hefur ekki aðeins spurst fyrir, heldur og haft bezta tækifæri til þess að spyrjast fyrir hjá mönnum úr öll- um landsfjórðungum, og þetta hefur hann eflaust gert; það sýnir rit hans sjálfs og orð hans bæði í formálanum og annarstaðar. Pað er því heimildarlaust að segja, að Ari hafi ekki eins vitað um aðra höfðingja og um Haukdæli og viðburði árið iooo og þar um bil, en annað mál er, að hann hefur ekki ritað alt, sem hann vissi, í bók sína. Önnur heimildarrit eru Kristnisaga, er þó skrifar allmikið upp úr bók Ara, Ólafs saga Tryggvasonar hin meiri, er hefur allmikið úr sögu Gunnlaugs munks, er rituð var að upphafi á latínu, og Ólafs saga Odds munks, en þar í er ekki mikið um þetta mál, því að það, sem stendur í hdr. 310 í Árna- safni, er beinlínis tekið úr Islendingabók. Svo er sjálfstæður kafli í Njálu, kap. 100—5. Ýmislegt í þessum kafla er bersýnilega rangt og sumt illa ritað. Pessum kafla er að minni hyggju síðar skotið inn í Njálu, — það er margt því til styrkingar, að svo sé; hann stendur á röngum stað eftir tímatali sögunnar (og hafa því sumir viljað flytja hann til), og er sögunni alveg óviðkomandi í heild sinni; og þetta er mest um vert, því að söguhöfundar forðuðust það sem mest að taka upp þætti, er ekki komu sög- unni beinlínis við. Tað eru og fleiri innskot í Njálu en þessi kafli. Tað er alveg þýðingarlaust fyrir höf. að fullherma, að það séu »engin rök« til þess að álíta, að kaflinn sé viðbót. Annað mál er það, hvort honum finnist þau nógu sterk eða ekki, og þá er að hrekja þau; en að neita tilveru þeirra, það er tilgangs- laust. Pótt nú þessi kafli sé innskot, verður þó að taka hann til greina, því að hann er ekki allungur. Eftir þessum ritum skýrir höf. frá kristniboðinu og kristnun landsins, og hermir söguna rétt og skilmerkilega, svo að fátt eða ekkert er að að finna. Hann tekur til á kristnum landnámsmönnum og telur þá eftir Landnámu — þeir eru 8 og flestir börn eða frændur Ketils flat- nefs, og eru því að tiltölu örfáir — og segir Landnáma, að kristni þessara manna hafi horfið fljótt úr ættinni, og að synir sumra þeirra hafi þegar reist hof og blótað. Petta er alt og sumt, sem menn vita um þessa fyrstu kristnu menn á landinu; hvað örfáir þeir hafa verið, sést bæði á þessu, að hin langfróðasta bók og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.