Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 32

Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 32
32 Það mátti líka sjá á Sigurði gamla í Bæ, þar sem hann sat á þeim rauða sínum og reið inn eftir veginum frá Bæ um hér- aðið, að honum hafði þótt hann ónotalegur og búist við að fá hann svalan í fangið heim aftur. Hann hafði farið í stóra kápu, úr útlendu efni, er hann hér á árutium hafði tekið fyrir 2 fjórðunga af pestarkæfu hjá bláfá- tækum sjómanni af Suðurlandi, sem róið hafði í Bæ eina haust- vertíð; maðurinn gat' ekki borgað kæfuna með öðru. Á höfðinu hafði hann afarstóra sauðsvarta vaðmálshettu og utanyfir samskeytin, þar sem mættust hettan og kápan, hafði hann margvafið móröndóttum fornum trefli, og lafði svo annar endinn, allur trysjaður, ofan á bringuna; hinum hafði hann stungið inn undir annan kápubarminn, og með því maðurinn var stór í sjálfu sér og búnaðurinn ekki sem snöggfeldastur, var ekki að undra, þó heimahundarnir á prestsetrinu Hofi yrðu ærið háværir, þegar þeir sáu hann álengdar í þokunni. Prestsetrið Hof stóð við H . . . fjörð innarlega og hafði síra Sveinn verið þar prestur undir 40 ár. Enginn sérlegur kennimaður hafði hann þótt, og sumir gár- ungarnir sögðu, að hann ætti ekki aðrar bækur, en gamalt rifrildi af Dónatus, skræður af kvæðum Hóratíusar og allvænan bunka af rotnum ræðum, eftir ýmsa presta, sem höfðu gengið til feðra sinna á undan honum: Fastheldinn þótti hann við gamla siðu og ekki allur þar sem hann var séður. Mikil vinátta var með þeim Sigurði í Bæ og síra Sveini. Pegar Sigurður kom í hlaðið, hittist svo á, að prestur kom út. Er þeir sáust, heilsuðust þeir með kossi og handabandi og þökkuðu hvor öðrum fyrir síðast. Prestur bauð Sigurði þegar í húsaskjólið og sagði, að hann Sigurður sinn færi nú ekki lengra í dag; en Sigurður kvaðst hafa ætlað fram að Gili og svo heim, því á morgun gæti vel orðið verra veðrið; hann þyrfti líka að láta gera við syðsta naustið hjá sér, það hefði staðið ónotað núna síðustu árin og hefði hrunið í fyrra, en nú hefði Sigurður í Seilu nýlega beðið sig um uppsátur, og hann yrði að hafa þetta naust, því hin væru öll léð öðrum; og hann færi víst bráðum að koma, svo viðgerðin mætti ekki dragast lengur, en varla mundi verða mikið úr henni, ef hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.