Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 69

Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 69
69 og þegar svo er komið, þá er sannarlega voði á ferðum. Heiðnir menn efna til mannblóta til sigurs hinum forna átrúnaði, en höfðingjar kristinna manna bindast því heiti, að helga guði líf sitt um tíma og eilífð, til framgangs hinum nýja sið. En þrátt fyrir hið brennandi hatur, heift og ofstæki, er þó löghlýðnin svo sterk á báðar hliðar, að þeir bæla niður hinar æstu tilfinningar, beygja sín dramblátu og þver- úðarfullu hjörtu undir ok þeirra laga, sem þeir höfðu sjálfir sett sér, og gangast undir að hlíta úrskurði gjörðarmanns. í saunleika! ég þekki ekki það þing, hvorki á íslandi né annarsstaðar í heimi, sem verð- skuldi meira frægðarorð en þetta þing, og maður verður að vera jafn stirðhentur og B. Th. Melsteð, til þess að geta ekki gjört mönnum það ljóst. í þessum frásögnum um söguöldina hefur höf. yfirsést að skýra frá hinum helztu höfðingjum landsins, mönnum, sem höfðu djúp og víðtæk áhrif á sinn tírna, eins og t. d. Snorri goði, Gizur hvíti, Guð- rnundur ríki o. fl. Hann nefnir þá aðeins lauslega á nafn i sambandi við þau mál og viðburði, sem hann er að skýra frá, en gjörir sér ekkert far um að einkenna þá hvern fyrir sig. Yfir höfuð að tala er lýsing höf. á söguöldinni lítt fullnægjandi. Honum tekst afls eigi að gefa mönnum verulega ljósa hugmynd um þetta glæsilega og svipmikla tímabil. þær einustu hliðar af menningarsögunni, sem hann skýrir við- unanlega frá, er fyrirkomulag alþingis (bls. 39) og kaupmenn og siglingar (bls. 80). Fyrri kaflinn gefur allgóða hugmynd um al- þingi og dómaskipun, og hefur höf. verið búinn að glöggva sig á því atriði fyrir nokkrum árum (sbr. Um alþingi í >. Prjár ritgjörðir«, Kh. 1892). Lýsingunni á verzlun ogsiglingum hefur hann gjört svo hátt undir höfði, að hann hefur varið til hennar rúmum 6 bls. Stafar þetta líklega af því, að hann endur fyrir löngu fékk sérstakan styrk til að rannsaka það mál, og ætlar nú að kvitta fyrir hann. Ekki getur það verið af því, að þetta atriði sé merkara en svo mörg önnur atriði í menningarsögu þjóðarinnar. Þessir 2 kaflar og svo kaflinn um Gretti Ásmundar- son og skóggang (bls. 72) eru langskýrastir og bezt sagðir, og hefði betur farið, að höf. hefði haft fleiri slíka. þó hef ég dálítið að athuga við kaflann um kaupmenn og siglingar. Höf. getur þess (bls. 82), að til þess að ná virðingu manna, þurftu menn að hafa eitthvað til síns ágætis »það gat verið ýmislegt, en fátt veitti meiri virðingu en auð- æfi. Fyrir hreysti, vígfimi og andlegt atgjörvi máttu menn og verða frægir«. Já, ég held það svari því! Sögurnar okkar eru frá upphafi til enda skrifaðar til að vegsama hreysti, vígfimi og andlegt atgjörvi, en ekki auðæfi. það mun vera örðugt að benda á nokkurn sögu- gæðing, sem hafi unnið sér virðingu manna og orðið frægur fyrir auð- æfin ein eða mest fyrir þau. Að því er þetta snertir, finst mér kenna ónákvæmni hjá höf., en í stuttum atþýðuritum, þar sem ekki er rúm fyrir víðtækari skýringar, verður að vega hvert orð nákvæmlega, til að girða fyrir allan misskilning. þá hefur höf. máls á tímabilinu 103O—in8, sem hann kallar fri ðaröldina. Fyrstu kaflarnir eru um útlenda biskupa, ísleif Gissur- arson, Gissur ísleifsson og Jón Ögmundsson, og er mun betur gengið frá þessum köflum öllum, en köflunum í fyrra hluta bókarinnar. þó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.