Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 64
6 4
Séra Bjarni er fæddur 14. okt. 1861 og ólst upp hjá bláfá-
tækum foreldrum á kotbæ einum í Hraunhrepp í Mýrasýslu. Árið
1877 komst hann inn í latínuskólann og útskrifaðist þaðan 1883.
Lék honum þá mjög hugur á að sigla til háskólans og lesa þar
annaðhvort lög eða málfræði, en gat það eigi sökum féskorts.
Næstu 3 árin fékst hann við skrifstofu- og kennarastörf, en er
ekkert greiddist úr með féföng til utanferðar, fór hann á presta-
skólann haustið 1886 og útskrifaðist þaðan og vígðist að Hvann-
eyri í Siglufirði haustið 1888 og þar er hann enn prestur. 26.
ágúst 1892 kvæntist hann Sigríði dóttur Lárusar sýslumanns
Blöndals.
Undir eins og séra Bjarni var kominn til Reykjavíkur, tók
hugur hans mjög að hneigjast að sönglistinni, og hin síðari árin í
skóla (1881—83) naut hann tilsagnar hjá Jónasi Helgasyni í að
leika á harmóníum. Mun það — að undanskildri söngkenslunni í
latínuskólanum — vera sú eina tilsögn, sem hann hefir notið í
sönglistarfræðum. En hann bætti drjúgum við þekkingu sína upp
á eigin spýtur, enda var hann þegar á skóla- og stúdentsárum
sínum farinn að fást við að raddsetja lög. Fyrsta lagið samdi
hann 1883, annað 1884, þriðja 1886 og úr því fór þeim að fjölga.
1890 samdi hann 2 lög, er syngja átti á 1000 ára minningarhátíð
á Akureyri það ár og önnur 2 (»Eitt er landið ægi girt« og »Enn
er lítil lands vors saga«) fyrir þjóðminningardag Eyfirðinga 1898.
Aðalverk hans, enn sem komið er, eru þó »íslenzkur hátíðasöngur«
og »Sex songlög«, sem hann gaf hvorttveggja út í Khöfn 1899
(sbr. Eimr. VI, 135). Pykir hvorttveggja prýðilega vel af hendi
leyst og þótti hinu fræga tónskáldi Dana prófessor Hartmann, er
höf. hafði sent handritið til yfirlestrar, það furðu gegna, að maður,
sem notið hefði jafnlítillar sönglegrar mentunar, skyldi hafa getað
gert það svo vel úr garði. Hann segir svo í bréfi til höf. (2. apr.
1898): »Dersom De ikke selv havde sagt, at De aldrig har mod-
taget nogen Vejledning i Harmonilære, vilde jeg ikke have troet
det. Med saa faa og ubetydelige harmoniske Ukorrektheder, som
jeg end ikke har holdt det for Umagen værdt at fremhæve, har
jeg i det Hele fundet Deres Harmonier korrekte og smagfulde
.......Forovrigt er det mig en Glæde at erfare, hvilke smukke
Resultater De alt nu har haft af Deres ihærdige Arbejde. Gid
alt, hvad De i den Henseende foretager, ret maatte lykkes og