Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 7
7
þaö, þótt þessir menn létu eftir lánardrotnum sínum, konungun-
um, er löðuðu og lokkuðu, báðu og skipuðu mönnum nýja trú.
»En ef ek skal á guð nökkut trúa, hvat er mér verra, at trúa á
Hvítakrist en á annat goð« — sagði Gaukaþórir, og svo hafa
margir hugsað, Samneyti við kristna menn, t. d. á Englandi,
hefur hka átt mjög mikinn þátt í því, að mýkja hugi manna.
Vitneskjan um, að öll Danmörk var orðin kristin jafnvel fyr en
hinir fyrstu trúboðsmenn, Porvaldur víðförli og Friðrekur biskup,
komu til landsins, hefur hlotið að hafa haft geysimikil áhrif. Sumir
af Islendingum höfðu verið prímsigndir í útlöndum, t. d. Egill
Skallagrímsson og Gísli Súrsson. það sem að minni hyggju lang-
mest studdi og flutti fram kristnina á Islandi, var hið almenna
kæruleysi í trúarefnum. Pað þurfti því ekki nema nógu dug-
lega, lægna og harðsnúna menn til þess, að kristna landið. »Ald-
inið var þroskað«. Pað gerði heldur ekki lítið til, að hinn norski
konungur stóð á bak við; það var »konungs erindi«, eins og
sögurnar komast að orði,1 er þeir Gissur og Hjalti fluttu árið
iooo. Og menn sáu þá þegar, hve harðleikið konungur gat gert
íslendingum, ef þeir virtu erindi hans að vettugi. Ólafur Tryggva-
son hafði haldið eftir mörgum Islendingum, höfðingjasonum, í
gíslingu hjá sér; það má nærri geta, hvílík áhrif tíðindin um það
hafa haft á hjörtu foreldra þeirra og frænda. Hér við bættist,
að trúarboð Porvalds og Friðriks hafði þegar haft töluverðan ár-
angur — jafnvel kirkju var búið að reisa. Stefnir Porgilsson
hafði líka boðað trú og svo kom Pangbrandur, er skírði menn
svo að segja um alt land. Pað var því vel skiljanlegt, að svo
færi sem fór árið iooo; það, að heiðingjar voru að nafninu til
fleiri en hinir, var til lítils, þar sem forsprakkarnir hins vegar
voru svo öruggir og kæruleysið annars vegar svo magnað. Pað
er auðséð, að margir, og það enda meðal höfðingjanna sjálfra,
hafa undir niðri verið hliðhollir kristninni, að minsta kosti ekki á
móti, og má telja tvö dæmi, sem eru vís. Pegar skáldið skor-
aði á Úlf Uggason að kveða níð um Pangbrand, færðist Úlfr skor-
inort undan því; hugarfar sitt sýnir hann ljóst með orðunum í
sinni vísu: röng eru mál á gangi. Hitt dæmið er Snorri goði og
1 Pað er ein af getgátum höf., sem eru alveg gripnar úr lausu lofti, að Ólafur
hafi viljað lika ná undir sig íslandi (38., 82. bls.); ekki einn stafur í neinu
heimildarriti fer í þá átt — og hví skyldu þau hafa þagað, ef svo hefði verið?