Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 71

Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 71
71 löngu uppseld, sem sýnir, hve mikilli hylli hún hefir náð. Þegar höf. samdi hana, hafði hann þó ekki átt kost á að ferðast um landið að neinu ráði. En síðan hefir hann ferðast um land alt, bygt og óbygt, og þannig getað með eigin augum kynt sér landslag og landsháttu. Má því nærri geta, að hann hefir nú staðið margfalt betur að vígi með að gera þessa lýsing sína vel úr garði, enda leynir það sér ekki, að hún er stórum endurbætt i ýmsum greinum, þó hún sé ekki mikið aukin að stærðinni til, sem hefði heldur ekki átt við, þar sem bókin er aðallega ætluð unglingum sem skólabók. Efnisskifting bókarinnar er þannig, að fyrst er lýsing á landinu al- ment (bls. i — 74), straumum, loflslagi, landslagi, jöklum, hraunum, eld- fjöllum, hverum, laugum, ám, vötnum o. s. frv. Enn fremur eru þar sérstakir kaflar um jarðveginn og jarðmyndun landsins, um jurtaríkið og dýraríkið. Síðari kaflinn er uro íbúa landsins (bls. 75—119), fólks- fjölda, atvinnuvegi, mentun, þjóðfélagsskipun o. fl. Síðast er lýsing á helztu bæjum og öðrum merkisstöðum á landinu. í bókinni eru 39 myndir og uppdrættir og allur frágangur hinn bezti. Yfir höfuð er bókin hin eigulegasta, og sannast að segja, ætti hún að komast »inn á hvert einasta heimili.« V. G. ALDAMÓT. IX. ár (1899). Winnipeg 1900. í*að væri næsta eðlilegt, að »Aldamót« hefðu á liðnum árum unnið sér almennar vin- sældir með hinum mörgu og góðu ritsmíðum, er þau hafa flutt les- endum sínum. Vér íslendingar höfum ekki svo mörg tímarit um þessar mundir, og þau fáu, sem vér eigum, ættu því að sæta góðum viðtök- um, sérstaklega ef þau eru góð og vel úr garði gjörð í alla staði; en það hafa »Aldamót« jafnan verið frá því fyrsta, er þau hófu göngu sína. Vér höfum nú fengið níunda ár þeirra. Þetta ár byrjar með fögru kvæði eftir séra V. Briem, er hann nefnir »Israel og Island«. Sem einkunnarorð fyrir kvæði þessu, hefur hann valið orð úr Biblíuljóðun- um: »Ó þú ísalands þjóð, guðs ísrael norður í höfum«. í kvæðinu rökstyður hann svo þessi orð sín, með því að sýna fram á, hvernig sögu ísraelslýðs, að mörgu leyti, svipar til sögu þeirrar þjóðar, sem nú býr »norður við heimskaut í svalköldum sævi«. Því næst kemur fyrirlestur eftir séra N. St. Þorláksson: »Að lifa«. Fyrirlestur þessi ræðir um það, hvemig menn eigi að lifa þannig, að líf þeirra hafi nokkurt sannarlegt gildi, og er það efni, sem hveijum hugsandi manni hlýtur að liggja alvarlega á hjarta. Ræðumaður bendir fyrst á, hvernig lífsfýsnin og lífslöngunin sé gróðursett hvervetna í hinni lifandi náttúru, svo að »alt, sem lifir, lifa girnir«. Hann sýnir fram á, hversu eðlilegt það væri, að samfara þeirri lífsfýsn og lífslöngun væri ánægja með lífið, enda sé þessu líka í raun og veru svo varið hvervetna í ríki náttúrannar, nema hjá oss mönn- unum. En þar komi oft lífsóánægjan í stað lífsánægjunnar; lífsleið- indin í stað lífsgleðinnar. En ástæðan til þessa sé sú, að mennirnir skilji ekki hinn rétta tilgang lífsins, þekki ekki hin sönnu lífsskilyrði, og einmitt þess vegna þurfi þeir að læra »að lifa«. En þegar kemur til þess, að kenna mönnum það, þá dvelur ræðumaður of lengi við hin ósönnu lífsskilyrði. Æskilegt hefði verið, að ræðumaður hefði þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.