Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 75

Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 75
75 hugunum sínum eru þó eðlilega hinar sömu, eins og í hinni íslenzku grein, en fram- setningin öll er miklu vægari, snotrari og liprari. I ensku ritgjörðinni er líka getið um margt af því, sem vér höfum fundið að hér að framan, að höf. ekki nefnir í hinni íslenzku grein, og er það mikil bragarbót. í*að hefði verið heppilegt, hefði þessi ritgjörð komið fyr út en hin íslenzka og að fleiri sannreyndar athuganir, sem höf. byggir á, hefðu komið fram í Eimreiðargreininni. í’ótt vér af sömu ástæðum, sem fyr hefir verið greint, ekki föllumst á hinar víðtæku ályktanir um myndun mó- bergsins, þá erum vér höf. þakklátir fyrir hinar mörgu góðu lýsingar á jarðmyndun Hreppanna og vonumst eftir góðu áframhaldi. P. Th. TVÆR SÖGUR FRÁ ISLANDI (»To Fortællinger fra Island«) heitir bók, sem málfræðingafélag eitt i Khöfn, »Selskab for germansk Filologi«, hefir gefið út (Khöfn 1900). Er það dönsk þýðing á sögunum »Upp og niður« og »Vonir« eftir Einar Hjörleifsson og hefir cand. mag H. Wiehe þýtt þær, sami maðurinn, sem þýddi sögur Gests Pálssonar hérna um árið. Er þýðingin hið bezta af hendi leyst, enda þýðandinn svo vel að sér i íslenzkri tungu, að hann bæði talar hana og ritar fullum fetum. Framan við þýðinguna er laglega ritaður inngangur, þar sem skýrt er frá að- aldráttunum í nútíðarbókmentum vorum og síðast yfirlit vfir æfiferil Einars Hjörleifs- sonar og ritstörf hans, og telur hann Einar fremstan allra núlifandi manna, er feng- ist hafa við að rita skáldsögur á íslandi. Hann hælir og mjög stíl Einars og máli og getur þá ekki um leið stilt sig um að senda Guðmundi Friðjónssyni hnútu, þar sem honum meðal annars farast svo orð: »Og sá hans (0: Einars) sprog. Jævnt og naturligt, uden de kruseduller og skabagtigheder, som nogle af de yngre som Guðmundur Friðjónsson har lagt sig efter, for dermed at dække over det tomme intet«. Sögur Einars hafa fengið mjög góðan dóm í dönskum blöðum og hefir meðal annars dr. Georg Brandes lokið lofsorði á þær, einkum söguna »Vonir«, sem honum þykir snildarleg, en í »Upp og niður« þykir honum ekki eins mikið varið og ýms- um öðrum. V. G. FORNNORSK OG FORNÍSLENZK BÓKMkNTASAGA. Af þessu mikla riti próf. Finns jfónssonar er komið út 1. h. af 3. bindinu (en kallað 4. h. af 2. b. á titilblaðinu). Er í því fyrst skýrt frá norskum og íslenzkum sagnaritum fyrir daga Snorra, síðan kafli um Styrmi fróða Kárason, þá um Snorra Sturluson sjálfan og um frænda hans Sturlu í^órðarson og að síðustu um sagnarit eftir þeirra daga fram að 1300. Er lýsing hpf. á mannkostum Snorra og manneðli næsta ólik þvi, sem áður hefir tiðkast, og sjálfsagt að mörgu leyti réttari, þó ekki virðist laust við, að hin maklega aðdáun fyrir honum sem sagnaritara hafi stundum ef til vill leitt höf. til að gylla hann helzt til mikið sem mann, og finna jafnan nægar afsakanir og varnir gegn öllu, sem hingaðtil hefir verið fundið Snorra til foráttu. V. G. HAUKSBÓK, hið alkunna ritsafn með því nafni, hefir nú verið gefin út i heilu lagi á kostnað »Hins kgl. norræna fornritafélags« og hafa þeir prófessor Finnur Jónsson og Eiríkur sál. Jónsson (fyrv. varaprófastur á Garði) búið hana til prent- unar, og hinn fyrnefndi ritað langan og ýtarlegan inngang (139 bls.) um Hauk lög- mann Erlendsson, sögu bókarinnar og lýsing á henni, innihald hennar og þýðingu. Bókin er safn af ýmsum ritum, er Haukr lögmaður Erlendsson (f 1334I heflr safnað, afskrifað og látið afskrifa, og er sumt þýtt; flest þessi rit hafa áður verið út gefin einstök, en bókin hefir ekki fyr verið gefin út i heilu lagi. Helztu ritin eru: Land-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.