Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 40

Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 40
40 rokið gerði líka sitt til að erta þær; þegar þær risu sem hæst, kom það, reif og tætti þær í sundur og þeytti úðanum langt upp á land, alveg eins léttilega og það hefðu verið ofurlitlir fífuhnoðrar, eða sinusalli, sem hefði legið á bersvæði; og þegar svo löðrið rak sig einhversstaðar á og staðnæmdist, þá komu snjókornin dans- andi hvert á fætur öðru og drukku það í sig eins og bezti þerri- pappír; svo herti frostnepjan alt saman, svo snjórinn, sem lagðist eins og þunn hula yfir láglendið í Bæjarsveit, varð glerharður; það lá nærri, að það væri komið hjarn. En þrátt fyrir rokið, frostið og kafaldið, var orðið allmargt um manninn í Bæ, þegar kom fram um miðjan dag á miðviku- daginn. Pað var naumast, að aðkomufólkið komst alt fyrir í stof- unni þar, hún var þó eitthvert stærsta herbergið, sem til var í hreppnum, 5 álnir á breidd og 7 á lengd, snöggum mun stærri, en óþiljaða þinghússkemman á Hofi, sem síra Sveinn hafði látið byggja fyrir nokkrum árum, fyrir 400 krónur, eftir því, sem hann sagði sjálfur, og lagt fram ærið fé frá sjálfum sér að auki, af eintóm- um kærleika, bara til þess að létta útgiöldin á aumingja fátæku bændunum, sem aldrei gátu borgað neitt verulegt framyfir hin lögboðnu prestgjöld; það vantaði sízt kærleikann og góðmenskuna hjá honum síra Sveini. Stofan í Bæ var sem sagt orðin troðfull, og þrátt fyrir drag- súginn, sem lagði inn um rifuna á þilinu og óþéttaðan gluggann, var orðið baðheitt þar inni og svo þungt loft, að mönnum lá við köfnun. Þar var margt af búlausum mönnum, ungum og gömlum, og allir bændur sveitarinnar, nema Hafliði á Gili og sjálfur Sigurður í Bæ; en þeir voru ekki langt undan landi; þeir höfðu setið frá því snemma um morguninn tv.eir einir inni í litla herberginu hans Sigurðar og læst svo ramlega að sér, að það var rétt fyrir mestu náð, að húsfreyja fékk að færa þeim mat og kaffi. Pað hafði flogið sem eldur í sinu um alla sveitina dagana á undan, að síra Sveinn mundi ætla að andmæla Pórði á Hóli og alla langaði til að heyra þá leiða saman hesta sína; meðfram vegna þess var fundurinn svo vel sóttur. Peir frammi í stofunni voru að skeggræða hver við annan um tíðina, hvað hann ætlaði að leggja snemma að núna, doðafárið í kúnum og þar fram eftir götunum; svo voru þeir að gæða sér á kaffi og brennheitum lummum, sem Margrét húsfreyja bar þeim,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.