Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 70
7 o
finst mér það á vanta, að höf. minnist á skólana í Haukadal og
O d d a, sem einmitt um þessar mundir stóðu með miklum blóma og
eru stórfrægir orðnir fyrir þau áhrif, sem þeir höfðu á bókmentir vorar
og vísindalíf. Líklega ætlar höf. að geyma sér þangað til seinna að
geta þeirra, því óhugsandi er að hann gangi alveg fram hjá þeim.
Síðasta frásagan í heftinu um viðskifti Magnúsar konungs berbeins
(hvers vegna ekki »berfætts« eins og Snorri kallar hann) við Gísl Illuga-
son og íslendinga, sem höf. telur eitt hið glöggasta merki upp á þjóð-
emistilfinningu íslendinga, er óþörf. Það eru ótal mörg dæmi á víð
og dreif í fornsögum vorum, sem sýna og sanna fult eins vel og þetta,
að þjóðemistilfinningin var sterk og lifandi hjá Islendingum alt frá þeim
tíma, er þeir mynduðu hjá sér lögskipaða þjóðfélagsheild. Þeir taka
sig út úr hvað eftir annað sem tiheyrandi sérstakri íslenzkri þjóð, óháðri
og óviðkomandi Norðmönnum. Þeir finna giögt til síns íslenzka þjóð-
ernis og eru upp með sér af því, og það er jafnvel ekki laust við, að
töluverður þjóðakritur og metnaður sé á milli þessara tveggja frænd-
þjóða ,oft og tíðum. —
Eg skal fúslega játa það, að það var brýn þörf á því, að gefa út
sögubækling, sem væri aðgengilegur og læsilegur og við alþýðu hæfi.
Eg skal einnig játa það, að það er allmikill vandi að leysa það starf
vel af hendi. Það, sem þörfin aðallega krefur, er gott yfiriit yfir sögu
Islands, og ætti þar sérstaklega að leggja áherzluna á samhengið í
sögunni. Meðan ekki er til yfirlitssaga, sem tengir saman viðburðina
í eðlilegri röð og skipar þeim innbyrðis í rétt samhengi hverjum við
aðra, eftir þýðingu þeirra og sagnfræðislegu gildi, eru slíkir söguþættir
til lítils gagns, einkum að því, er kemur til fornsögu vorrar. Vér ís-
lendingar erum alt öðruvísi settir en aðrar þjóðir í þessu efni. Vér
getum fengið hveijum óbreyttum alþýðumanni í hendur okkar elztu
heimildarrit, og hann hefur þeirra full not. Þar á ofan eru þau rituð
af svo mikilli snild, að fæstir þurfa að láta sér koma til hugar að rita
jafnljóst og aðgengilega. Að vera að hrifsa úr þeim kafla og setn-
ingar, til að stinga inn í rit hjá sér til smekkbætis, eins og rúsínum í
blóðmörskepp, er grautargjörð, sem ekki er bót mælandi. Þar að auki
eru frásögukaflarnir hjá höfundinum valdir að ýmsu leyti af handahófi,
og hann hefur gjört sér alt of lítið far um að binda söguþráðinn vand-
lega saman. Að því er tímabilið snertir, sem hér er um að ræða, er
ég á þeirri skoðun, að það hefði verið betra fyrir höf. að velja frá-
sagnirnar orðréttar úr íslendingasögum, því engin frásögn kemst í hálf-
kvisti við þær, og tengja við þær inngangskafla hér og hvar til skýr-
ingar og uppfyllingar, og vænti ég að bÓKÍn hefði þá orðið aðgengi-
legri. Eins og hún er úr garði gjörð, er hún hvorki söguleg heild né
vel valdir eða vel sagðir þættir.
Frá útgefandans hendi er bókin einkar vel úr garði gjörð og
myndirnar góðar. Þó er það að athuga, að fuglsmyndinni í rósaband-
inu á bls. 21 svipar meir til uglu en fálka. Jón Jónsson.
2. Lýsing’ íslands. Ágrip eftir Porvald Thóroddsen, dr. phil.
Önnur útgáfa, endurbætt.
Fyrsta útgáfan af þessari bók þótti góð bók, enda er hún fyrir