Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 38
3§ Já, ég segi það satt, ég vildi gefa þó væru 200 krónur eða meira til þess, að geta séð um að þetta félag kæmist ekki á, núna fyrst um sinn, án þess nokkur vissi, að það hefði verið af mínum völdum, að það gekk ekki fram,« sagði Sigurður og hafði ekki augun af Hafliða, meðan hann sagði þetta. Hafliða fór nú að gruna margt. Honum datt í hug að Sig- urður ætlaði að nota fátækt sína og múta sér til að vera á móti félaginu, og hann hrylti við því, ef hann yrði nú að selja sann- færingu sína, hann, sem hafði hlakkað svo mikið til félagsins og bókanna; nei hann gat ekki hugsað til þess að vera á móti því; en þó, börnin, sveitin, var það ekki ennþá voðalegra. »Hafðir þú hugsað þér að koma á fundinn, Hafliði minn?« »Já, það ætlaði ég, hann Pórður nefndi það við mig í haust í réttunum og ég lofaði honum því.« »Hefirðu lofað Pórði að hjálpa honum,« sagði Sigurður og var sem honum yrði felmt við. »Nei, ekki hef ég lofað því, en ég hafði hugsað mér að verða félagsstofnuninni hlyntur, það sem ég gæti, en ég megna nú því miður lítið.« xþað er svo,« og Sigurður beit á jaxlinn af gremju yfir því, að Pórður skyldi hafa orðið á undan sér að ná tökum á Hafliða, því hann vissi að næst síra Sveini mundi Hafliði sá langbezti, að undanteknum Pórði; en hann hugsaði sér, að Pórður skyldi þó, hvað sem öllu öðru liði, mega láta undan .síga í bardaganum um Hafliða, hann skyldi verða sinn maður. »Pað er margt, Hafliði minn, sem er athugavert við þessi fé- lög, ekki sízt fyrir hina efnaminni, bæði tímatöf og peningagjöld; þó þau séu ekki mikil, þá munar fátæklinginn um þau, og hræddur er ég um, að það yrði aldrei blessun í búi fyrir þig,« sagði Sig- urður og klappaði á herðarnar á Hafliða. Hafliði leit ekki upp og svaraði engu. Sigurði fór nú ekki að lítast á, að hann mundi komast að miklum samningum við Hafliða í þetta sinn; alt í einu lét hann^eins og hann rankaði við sér og sagði: »En hvað ég vildi segja, aðalerindið við þig, Hafliði minn, var að biðja þig að koma tímanlega á miðvikudaginn kemur út eftir til mín, svo ég geti spjallað dálítið við þig, áður en fundur- inn byrjar og jafnvel beðið þig að skrifa nokkrar línur fyrir mig; en nú ætla ég ekki að ómaka þig lengra með mér, þú átt nú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.