Eimreiðin - 01.01.1901, Qupperneq 38
3§
Já, ég segi það satt, ég vildi gefa þó væru 200 krónur eða
meira til þess, að geta séð um að þetta félag kæmist ekki á,
núna fyrst um sinn, án þess nokkur vissi, að það hefði verið
af mínum völdum, að það gekk ekki fram,« sagði Sigurður og
hafði ekki augun af Hafliða, meðan hann sagði þetta.
Hafliða fór nú að gruna margt. Honum datt í hug að Sig-
urður ætlaði að nota fátækt sína og múta sér til að vera á móti
félaginu, og hann hrylti við því, ef hann yrði nú að selja sann-
færingu sína, hann, sem hafði hlakkað svo mikið til félagsins og
bókanna; nei hann gat ekki hugsað til þess að vera á móti því;
en þó, börnin, sveitin, var það ekki ennþá voðalegra.
»Hafðir þú hugsað þér að koma á fundinn, Hafliði minn?«
»Já, það ætlaði ég, hann Pórður nefndi það við mig í haust í
réttunum og ég lofaði honum því.«
»Hefirðu lofað Pórði að hjálpa honum,« sagði Sigurður og var
sem honum yrði felmt við.
»Nei, ekki hef ég lofað því, en ég hafði hugsað mér að verða
félagsstofnuninni hlyntur, það sem ég gæti, en ég megna nú því
miður lítið.«
xþað er svo,« og Sigurður beit á jaxlinn af gremju yfir því,
að Pórður skyldi hafa orðið á undan sér að ná tökum á Hafliða,
því hann vissi að næst síra Sveini mundi Hafliði sá langbezti, að
undanteknum Pórði; en hann hugsaði sér, að Pórður skyldi þó,
hvað sem öllu öðru liði, mega láta undan .síga í bardaganum um
Hafliða, hann skyldi verða sinn maður.
»Pað er margt, Hafliði minn, sem er athugavert við þessi fé-
lög, ekki sízt fyrir hina efnaminni, bæði tímatöf og peningagjöld;
þó þau séu ekki mikil, þá munar fátæklinginn um þau, og hræddur
er ég um, að það yrði aldrei blessun í búi fyrir þig,« sagði Sig-
urður og klappaði á herðarnar á Hafliða.
Hafliði leit ekki upp og svaraði engu. Sigurði fór nú ekki
að lítast á, að hann mundi komast að miklum samningum við
Hafliða í þetta sinn; alt í einu lét hann^eins og hann rankaði við
sér og sagði:
»En hvað ég vildi segja, aðalerindið við þig, Hafliði minn,
var að biðja þig að koma tímanlega á miðvikudaginn kemur út
eftir til mín, svo ég geti spjallað dálítið við þig, áður en fundur-
inn byrjar og jafnvel beðið þig að skrifa nokkrar línur fyrir mig;
en nú ætla ég ekki að ómaka þig lengra með mér, þú átt nú