Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 57

Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 57
57 ab eins að gamni sínu, þá þurfa menn ekki þess vegna endilega að vera viðvaningar eða hreint og beint klaufar. — Reyndar eru það nú fæstir íslendingar, sem hafa efni á því, að afla sér kenslu í söng eða hljóðfæralist; þeir ættu sem sé helzt ab sigla, en það eru fæstir, sem geta það. f’ó geta menn lært nokkuð heima, líka af bókum, að minsta kosti sem undirbúning undir verulega kenslu. En það' er ekki margt ritað um þetta efni á íslenzku, enda er það mestalt úrelt eða beinlínis rangt. Eg ætla þess vegna að rita fáein orð um söng eða öllu heldur um tónsköpunaraðferðina hans Muller-Brunows. Kann- ske gæti það orðið einhverjum að notum; því eflaust eru ýmsir söngnæmir og sönghæfir menn á Islandi, sem gætu orðið vel að sér í söng og tónlist, ef þeir ættu kost á góðri tilsögn. Hana get ég að sjálfsögðu ekki veitt hér, og þessi grein á aðeins að vera til- vísun til annarra bóka um þetta efni og vekja athygli á þessari nýju aðferð. Muller-Brunow var Pjóðverji, sem hafði mist rödd sína, en fann upp nýja aðferð, sem hann vildi lækna slíka veika rödd með. Hann ritaði bók um þessa aðferð »Tonbildung oder Gesangunter- richt«. Sjálfur dó hann ábur en hann sá ávöxtinn af þessu starfi. En Törsleff, danskur maður (nú í Kaupmannahöfn), sem líka hafði mist rödd sína, hefur fyrstur manna notað þessa aðferð, og hann læknaði verulega rödd sína. Hún er nú betri og fallegri en áður hún veiktist, þó hann sé ekki ungur. Annar maður, sem að- hyllist þessa aðferð, er G. Armin1 í Leipzig. Á dönsku hafa ritað um þetta mál þeir Algot Lange, söngmabur (»Om sang«, Kbh. 1898) og Johan Bartholdy, tónskáld og söngkennari (»Hvorledes bliver jeg sanger«, Kbh. 1897). Múller-Brunow sýnir í bók sinni, hvernig gamla aðferðin hlýtur að eyða rödd manna, af því að þessi aðferð er svo ónáttúrleg og alls ekki tekur tillit til þess, sem náttúran heimtar og beinlínis sýnir okkur. Og þar hefur maðurinn rétt að mæla; alt of fáir hafa verulega lært að syngja, og enn þá færri hafa haldið rödd sinni til lengdar eftir þeirri aðferð. Sjáum, hvað sú gamla kenning segir. Einkennilegust er hér bók eftir Manuel Garcia »l'Art du chant« (einkum I. p., 5. kap.). Á íslenzku hefur Jónas Helgason gefið út lítið söngkver »Lei'ð- 1 Hefur nýlega gefið út bók um þessa aðferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.