Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Page 57

Eimreiðin - 01.01.1901, Page 57
57 ab eins að gamni sínu, þá þurfa menn ekki þess vegna endilega að vera viðvaningar eða hreint og beint klaufar. — Reyndar eru það nú fæstir íslendingar, sem hafa efni á því, að afla sér kenslu í söng eða hljóðfæralist; þeir ættu sem sé helzt ab sigla, en það eru fæstir, sem geta það. f’ó geta menn lært nokkuð heima, líka af bókum, að minsta kosti sem undirbúning undir verulega kenslu. En það' er ekki margt ritað um þetta efni á íslenzku, enda er það mestalt úrelt eða beinlínis rangt. Eg ætla þess vegna að rita fáein orð um söng eða öllu heldur um tónsköpunaraðferðina hans Muller-Brunows. Kann- ske gæti það orðið einhverjum að notum; því eflaust eru ýmsir söngnæmir og sönghæfir menn á Islandi, sem gætu orðið vel að sér í söng og tónlist, ef þeir ættu kost á góðri tilsögn. Hana get ég að sjálfsögðu ekki veitt hér, og þessi grein á aðeins að vera til- vísun til annarra bóka um þetta efni og vekja athygli á þessari nýju aðferð. Muller-Brunow var Pjóðverji, sem hafði mist rödd sína, en fann upp nýja aðferð, sem hann vildi lækna slíka veika rödd með. Hann ritaði bók um þessa aðferð »Tonbildung oder Gesangunter- richt«. Sjálfur dó hann ábur en hann sá ávöxtinn af þessu starfi. En Törsleff, danskur maður (nú í Kaupmannahöfn), sem líka hafði mist rödd sína, hefur fyrstur manna notað þessa aðferð, og hann læknaði verulega rödd sína. Hún er nú betri og fallegri en áður hún veiktist, þó hann sé ekki ungur. Annar maður, sem að- hyllist þessa aðferð, er G. Armin1 í Leipzig. Á dönsku hafa ritað um þetta mál þeir Algot Lange, söngmabur (»Om sang«, Kbh. 1898) og Johan Bartholdy, tónskáld og söngkennari (»Hvorledes bliver jeg sanger«, Kbh. 1897). Múller-Brunow sýnir í bók sinni, hvernig gamla aðferðin hlýtur að eyða rödd manna, af því að þessi aðferð er svo ónáttúrleg og alls ekki tekur tillit til þess, sem náttúran heimtar og beinlínis sýnir okkur. Og þar hefur maðurinn rétt að mæla; alt of fáir hafa verulega lært að syngja, og enn þá færri hafa haldið rödd sinni til lengdar eftir þeirri aðferð. Sjáum, hvað sú gamla kenning segir. Einkennilegust er hér bók eftir Manuel Garcia »l'Art du chant« (einkum I. p., 5. kap.). Á íslenzku hefur Jónas Helgason gefið út lítið söngkver »Lei'ð- 1 Hefur nýlega gefið út bók um þessa aðferð.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.