Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 17
Tímamót.
i.
Bæjarhérað liggur fram með H . . . firði austanverðum og er
að austan takmarkað af Bæjarfjalli, sem liggur eins og skjólgarður
austan við héraðið og hlífir því við hinum nöpru austan og land-
norðan næðingum.
Hverjum vegfaranda, sem á heiðskírum júlídagsmorgni stæði
á Bæjarfjallsbrún, þar sem bezt er útsýni, mundi þykja fagurt um
að litast í Bæjarhéraði, þó ekki sé þar alstaðar sem björgulegast
í fyrsta viðliti.
Fyrir neðan er Bæjarfjall, hátt og tignarlegt með hrikalegum
klettabeltum og gróðurlausum melum. Millum klettanna og mel-
anna eru hér og hvar skrúðgrænir grasblettir, sem veita skepnum
Bæsveitunga ríkulegt fóður. Eftir mörgum lautum renna silfur-
tærir lækir, sem kátir hoppa stein af steini og smáskvetta ýrunum
framan í sóleyjar, fífla og önnur litfögur blóm, sem búa hópum
saman á lækjabökkunum, vefja sig alúðlega hvert að öðru og
kinka svo vinalega kollinum að blessaðri morgunsólunni, sem sendir
sína hressandi, vermandi geisla yfir láð og lög.
Fegar dregur frá fjallinu eru hallandi mýrarflákar, sem ná alla
leið til sjávar. Neðst niður við sjóinn eru þeir orðnir að snöggum
töðugresismóum, vegna þess ab náttúran hefir smátt og smátt
ræst bakkana fram og þurkað þá upp, en sjórinn við og við borið
á og komið rækt í — fyrir alls ekki neitt. Og niöur í fjörunni
standa hraundrangarnir hrikalegir og brimbarðir fram við sjóinn,
innan um hnöllótt, brimsorfið blágrýtið, — líkastir nátttröllum,
sem hefðu dagað þar uppi í fyrndinni. Tegar þau hefðu stað-
næmst þar til að verja land fyrir hinum »nýja sið«.
Hér og hvar á mýrarflákunum mæta auganu grænir smá-
blettir óafgirtir og margskæklóttir, til sýndar einna líkastir hval-
þjóttu, sem um mörg ár hefir flækst fram og aftur um sjóinn,
2