Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 59
59
urhljóðfæri. Barkinn er sem sé líkastur orgelpípu og mag-
inn er físibelgurinn. Pað verður þess vegna að fara með rödd-
ina alveg eins og með orgelið. Pegar maður á að syngja ein-
hvern tón, þá verður hann fyrst að fylla belginn (magann) með
lofti; þessu lofti þrýstir hann aftur upp í gegnum hljóðrifuna,
um leið og hann þenur raddböndin, meira eða minna. Petta
er nauðsynlegt, því þar sem orgelið hefur svo margar pípur, hefur
maðurinn að eins eina, og verður þess vegna að þenja raddböndin
eða lina á þeim, eftir því sem hann ætlar að syngja hátt eða lágt.
En það eru ekki pípurnar einar, er mynda tónana; allir hlutar
orgelsins komast í sveiflun og verða samtaka í að veita tóninum
hljóm. Pannig er það ekki nóg, að þenja út fiðlustreng að eins
á milli tveggja fastra punkta, —sé þar engin hljómbotn, getur
strengurinn ekki gefið hljómfagurt hljóð frá sér, getur naumast
gefið nokkurn tón.
Alveg er eins með rödd mannsins (og dýranna). Pegar bark-
inn gefur tón frá sér, kemur hann höfðinu, brjóstinu, öllum líkam-
anum í sveiflanir, eða hann á að gera það. Pá fyrst fær tónninn
sinn rétta hljóm.
En nú er það því miður orðið svo, að flestir nota ekki allan
þennan hljómbotn, heldur að eins nokkurn hlut af honum. I stað-
inn fyrir að láta tóninn eins og hrista allan líkamann, áður en
hann fer út úr munninum, láta menn oftast tóninn fara beinlínis
upp úr barkanum, gegnum munninn og út, án þess að láta tóninn
fyrst leita uppi allan þann hljóm, sem er fáanlegur.
Við eigum nefnilega að leita uppi allar holur í líkamanum, og
öll bein og fylla þau hljómi, einkum hoiur og bein í höfðinu og
brjóstinu, en líka annarsstaðar, þar sem mögulegt er. Pennan
hljóm eigum við að nota altaf, bæði þegar við syngjum og tölum.
Eví það er kannske oft einmitt óheppilegur framburður, sem hefur
komið manninum til að nota raddfæri sín ranglega. Pannig er víst
hinn danski hnykloir (»st0d«) miður heppilegur fyrir skynsamlega
og heilnæma hagnýtingu raddfæranna, enda hverfur hann alveg í
söng. Auðvitað eiga Danir þess vegna ekl-ci að leggja hnylckinn
niður, þó hann sé lcannske ekld sem fallegastur, en þeir ættu að
draga úr honum og gefa samstöfunum svo mikinn hljóm sem unt
er. Sumt getur lílca verið í íslenzkunni, sem er miður heppilegt;
þó er hún v st yfirleitt betur fallin til söngs en danskan. Pað ríður
á að bera orðin fram svo hljómfallega, sem unt er, og að skifta