Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 60

Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 60
6o hlj óðstarfinu á svo marga vöðva, sem mögulegt er. Peir vöðvar, sem eru óhæfilegir til þessa starfs, svo sem vöðvar barka- kýlsins, koksins, munnhlutanna og andlitsins, eiga að vera svo ró- legir sem hægt er. Vöðva andlitsins á maður að nota til svip- brigða, en ekki til sköpunar tónanna. En á þetta minnist Leiðarvísirinn ekki einu orði. Par er það munnurinn og kokið, sem eiga að mynda hljómbotninn; en niðurstaðan af því verður, að barkinn ofreynist. — Ekki heldur má þenja vöðvana áður en maður á að nota þá. Hvernig lærum við nú alt þetta? Eg get hér að eins gefið mönnum nokkra hugmynd um þá aðferð, sem maður á að nota, til þess að læra að nota raddfæri sín rétt. Við syngjum rangt; þá verðum við fyrst að hætta að syngja, við verðum að rífa niður gömlu tónana, áður en við getum skapað nýja. Við leitum uppi þann upphaflega (prímæra) tón, þann sem er okkur náttúrlegastur og sem ekki ofreynir okkur. Við megum ekki sleppa tóninum styzta veginn út úr munn- inum, svo hann verði daufur og hljómlaus, heldur eigum við að færa tóninn í boga upp í gegnum höfuðið á móti ennisholunni og nefholunni og því næst ofan á varirnar. Um leið drögum við magann inn náttúrlega og frjálslega og þrengjum tóninn saman í öllum líkamanum (búknum). Petta gefur tóninum stoð að ofan í höfðinu og að neðan í þindinni og brjóstinu. En til þess verðum við í fyrstunni að loka vörunum, þegar við æfum okkur, svo þær geti tálmað tóninum að fara beint út og neyði hann til að leita alls efnis og fylla það, áður en hann nær vörunum. Tennurnar eiga aftur á móti altaf að vera opnar. Við æfum okkur með lokuðum munni hægt og varlega. Við byrjum með að stynja tóninum fram. um leið og við leitumst við að færa hann upp á móti enninu. Við eigum því næst eins og að sjúga tóninn inn og upp, og þó við seinna opnum munninn, má tónninn ekki fara út sem vindur. Höldum við t. a. m. ljósi fyrir framan munninn, má ljósið ekki blakta. Pá fyrst er öllum loftstraumnum breytt í hljóðöldur. Auðvitað sjúgum við ekki tón- inn inn, heldur ímyndum við okkur það, af því að loftstraumurinn fer út eins og blástur, en tónöldur breiðast út í hringum eins og vatnið, þegar maður kastar steini út í það. Pegar tónninn hefur aflað sér nægilegs höfuðhljóms, þá á hann líka að leita að brjóst- hljómnum. En við verðum að vera gætnir og fara hægt, annars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.