Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Page 32

Eimreiðin - 01.01.1901, Page 32
32 Það mátti líka sjá á Sigurði gamla í Bæ, þar sem hann sat á þeim rauða sínum og reið inn eftir veginum frá Bæ um hér- aðið, að honum hafði þótt hann ónotalegur og búist við að fá hann svalan í fangið heim aftur. Hann hafði farið í stóra kápu, úr útlendu efni, er hann hér á árutium hafði tekið fyrir 2 fjórðunga af pestarkæfu hjá bláfá- tækum sjómanni af Suðurlandi, sem róið hafði í Bæ eina haust- vertíð; maðurinn gat' ekki borgað kæfuna með öðru. Á höfðinu hafði hann afarstóra sauðsvarta vaðmálshettu og utanyfir samskeytin, þar sem mættust hettan og kápan, hafði hann margvafið móröndóttum fornum trefli, og lafði svo annar endinn, allur trysjaður, ofan á bringuna; hinum hafði hann stungið inn undir annan kápubarminn, og með því maðurinn var stór í sjálfu sér og búnaðurinn ekki sem snöggfeldastur, var ekki að undra, þó heimahundarnir á prestsetrinu Hofi yrðu ærið háværir, þegar þeir sáu hann álengdar í þokunni. Prestsetrið Hof stóð við H . . . fjörð innarlega og hafði síra Sveinn verið þar prestur undir 40 ár. Enginn sérlegur kennimaður hafði hann þótt, og sumir gár- ungarnir sögðu, að hann ætti ekki aðrar bækur, en gamalt rifrildi af Dónatus, skræður af kvæðum Hóratíusar og allvænan bunka af rotnum ræðum, eftir ýmsa presta, sem höfðu gengið til feðra sinna á undan honum: Fastheldinn þótti hann við gamla siðu og ekki allur þar sem hann var séður. Mikil vinátta var með þeim Sigurði í Bæ og síra Sveini. Pegar Sigurður kom í hlaðið, hittist svo á, að prestur kom út. Er þeir sáust, heilsuðust þeir með kossi og handabandi og þökkuðu hvor öðrum fyrir síðast. Prestur bauð Sigurði þegar í húsaskjólið og sagði, að hann Sigurður sinn færi nú ekki lengra í dag; en Sigurður kvaðst hafa ætlað fram að Gili og svo heim, því á morgun gæti vel orðið verra veðrið; hann þyrfti líka að láta gera við syðsta naustið hjá sér, það hefði staðið ónotað núna síðustu árin og hefði hrunið í fyrra, en nú hefði Sigurður í Seilu nýlega beðið sig um uppsátur, og hann yrði að hafa þetta naust, því hin væru öll léð öðrum; og hann færi víst bráðum að koma, svo viðgerðin mætti ekki dragast lengur, en varla mundi verða mikið úr henni, ef hann

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.