Eimreiðin - 01.01.1901, Page 5
s
segja sinn af hverju landshorni; og þaö er eins og höf. gleymi
því, sem Ari gefur sjálfur til kynna um ritsaðferð sína. Pað er
svo sem auðvitað, að Ari hefur ekki aðeins spurst fyrir, heldur og
haft bezta tækifæri til þess að spyrjast fyrir hjá mönnum úr öll-
um landsfjórðungum, og þetta hefur hann eflaust gert; það sýnir
rit hans sjálfs og orð hans bæði í formálanum og annarstaðar.
Pað er því heimildarlaust að segja, að Ari hafi ekki eins vitað
um aðra höfðingja og um Haukdæli og viðburði árið iooo og þar
um bil, en annað mál er, að hann hefur ekki ritað alt, sem hann
vissi, í bók sína. Önnur heimildarrit eru Kristnisaga, er þó
skrifar allmikið upp úr bók Ara, Ólafs saga Tryggvasonar hin
meiri, er hefur allmikið úr sögu Gunnlaugs munks, er rituð var
að upphafi á latínu, og Ólafs saga Odds munks, en þar í er ekki
mikið um þetta mál, því að það, sem stendur í hdr. 310 í Árna-
safni, er beinlínis tekið úr Islendingabók. Svo er sjálfstæður kafli
í Njálu, kap. 100—5. Ýmislegt í þessum kafla er bersýnilega
rangt og sumt illa ritað. Pessum kafla er að minni hyggju síðar
skotið inn í Njálu, — það er margt því til styrkingar, að svo sé;
hann stendur á röngum stað eftir tímatali sögunnar (og hafa því
sumir viljað flytja hann til), og er sögunni alveg óviðkomandi í
heild sinni; og þetta er mest um vert, því að söguhöfundar
forðuðust það sem mest að taka upp þætti, er ekki komu sög-
unni beinlínis við. Tað eru og fleiri innskot í Njálu en þessi
kafli. Tað er alveg þýðingarlaust fyrir höf. að fullherma, að það
séu »engin rök« til þess að álíta, að kaflinn sé viðbót. Annað
mál er það, hvort honum finnist þau nógu sterk eða ekki, og
þá er að hrekja þau; en að neita tilveru þeirra, það er tilgangs-
laust. Pótt nú þessi kafli sé innskot, verður þó að taka hann til
greina, því að hann er ekki allungur.
Eftir þessum ritum skýrir höf. frá kristniboðinu og kristnun
landsins, og hermir söguna rétt og skilmerkilega, svo að fátt eða
ekkert er að að finna.
Hann tekur til á kristnum landnámsmönnum og telur þá eftir
Landnámu — þeir eru 8 og flestir börn eða frændur Ketils flat-
nefs, og eru því að tiltölu örfáir — og segir Landnáma, að kristni
þessara manna hafi horfið fljótt úr ættinni, og að synir sumra
þeirra hafi þegar reist hof og blótað. Petta er alt og sumt, sem
menn vita um þessa fyrstu kristnu menn á landinu; hvað örfáir
þeir hafa verið, sést bæði á þessu, að hin langfróðasta bók og