Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Síða 54

Eimreiðin - 01.01.1901, Síða 54
54 Er árdagur sólhvarfa’ um andnesið fló, í ögrinum landbáran fraus; en Árni skaut kili og árum í sjó mót illviðrisbakka, úr hafinu er dró, — því bærinn var bjargarlaus. Pað ýldi í keipum og umdi í röng, er Árni róðurinn jók, — á fiskimiðin var lota löng — í lagísnum stefnið á ferjunni söng, og skriðinn af skútunni tók. Pó tannhvassar holskeflur tækjust á loft, það tók ekki á þor hans né ráð; því hann hafði dauða í harðjaxla-hvoft og heljar náklípur litið oft, er slitu þau blóðstokkna bráð. Og hrímgráa bliku á himininn dró frá hálendis sjóndeildar-baug, er híalíns-belginn af himninum fló, en helbleikri nágrímu á tindana sló, og beint móti bakkanum flaug. Hin sædrifna ferja er háskanum háð, því hrönn skolar sýlaðan keip. Og dauðinn í stormgerfi legst yfir láð og lagar-hvel gjörvalt, og skimar að bráð, úr hraðfleygum hnattroku sveip. Er bálviðris-hrinan á brekunum skall, um brimþýfið kjölurinn hnaut. Við hásæti stormguðsins herblástur gall, en holskeflan teygði sig, freyddi og svall, og bátnum í brimsvelginn skaut. í Ránar kverkum er rámur gnýr; hún rekur upp óhljóð mörg, og fettist og grettist og brettir brýr, en blágrárri froðunni hóstar og spýr, og tannar hin tröllauknu björg.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.