Eimreiðin - 01.01.1901, Qupperneq 10
10
um. En hún var sú, að dómendatalan var 36, en þeim skift í
4 fjórðungsdóma (sem líklega urðu þá til, þ. e. 36-manna dóm-
•stóllinn skiftist í fernt), eða með öðrum orðum: það var ekkert
tillit tekið til fjórða þingsins í Norðlendingafjórðungi við dómnefn-
una — hún var jöfn fyrir alla. Oðru máli var að gegna um lög-
réttuna. Par var ekki slept fjórða, norðlenzka þinginu, — líklega,
eins og höf. tekur fram, — af því að allir goðar þar þóttust
eiga fullu kröfu til að verða lögréttugoðar og hafa krafist þess af
kappi. Hinum hefur þótt þessi krafa áheyrileg og þeir hafa látið
undan, en með því skilyrði, að hinir þrír fjórðungarnir fengju hver
sína 3 menn á móts við 4. þingið norðlenzka, svo að nú urðu 12
menn úr hverjum fjórðungi lögréttugoðar — þeir 9 voru þó ekki
taldir reglulegir goðar. En með þessu móti varð, eins og Ari
segir, jöfn lögréttuskipun úr öllum fjórðungum. Vilhjálmur Finsen
hefur rökstutt þessa skoðun svo snildarlega í riti sínu um »Fri-
statens Institutioner« (1888), að ég er fullkomlega sannfærður um
gildi röksemda hans. Hann hefur þar líka fullkomlega sýnt og
sannað, að það sem Grágás kallar goðorð »full og forn« eru goð-
orðin á tímabilinu 930—65.1 Orðið forn var ekki hægt að hafa
um nokkurt tímaskeið jafneðlilega sem einmitt um elzta tímabilið.
Pað er nú af þessu auðséð, að það verða fleiri en áður, er
taka þátt í landsstjórn, einkum að því er löggjöf snertir, og væri
næst að álykta af þessu, að það hefði vakið almenna ánægju, að
öll þingin voru jafnatkvæðarík — þar að auki voru 9 menn, sem
fengu áhrif á löggjöfina —, án þess að nokkur misti neins í. Eað
er bágt að skilja eða hugsa sér, að nokkur óánægja hafi getað átt
sér stað með þessa tilhögun, enda er það segin-saga, að þótt
leitað sé með ljósi, finst aldrei svo mikið sem stafur, hvað þá
heldur meira, af óánægju með hana eða goðavaldið, hvorki hjá
liöfðingjum né alþýðu. Pað er því tómur hugarburður og tilbún-
ingur, þegar höf. gerir ráð fyrir þesskonar óánægju. Og jafn-
rangt er það, þegar hann talar um, að þeir 39 goðar, »sem ofan
á urðu« (1101965), hafi haft samtök »um að leggja undir sig lands-
stjórn og héraðsstjórn« (15. bls.). Hér var ekkert undir sig að
1 kað, sem höf. 42. bls. færir á móti þessu í neðanmálsgrein, er ekki mikils
virði; að skrifarar og redaktorar laganna á 12. öld skrifuðu, eins og þeim var tam-
ast að tala, er auðvitað. Enda er það líka sjálfsagt, að þótt eigi væri fjórðunga-
skipun föst ákveðin fyrir 965, hafa þó þau 12 þing, sem áður voru, alveg svarað
til þeirra, sem skiftust á fjórðungana. Orðatiltækið er því í rauninni rétt.