Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Síða 8

Eimreiðin - 01.01.1907, Síða 8
8 Þá getur eigi verið um dáleiðslu að ræða eða skynvillu. En heldur er hægt að bera sér í munn þessháttar möguleika, þegar þeir menn eiga í hlut, sem bundnir eru föstum félagsböndum og samúðar, sem leitt geta áhrif hugsana og tilfinninga frá einum manni til annars, eins og þegar neistaskeyti fara í lausu lofti. Enn í dag birtast fyrirburðir alþýðu manna og rætist það því, sem meistarinn sagði: að smælingjunum væri birt, það sem vitring- unum væri dulið. Einkum eru draumarnir algengir, og oft má sjá í draumi fyrirboða nálægra atburða — og fjarlægra, ef þeir kunna að ráða, sem draumana dreymir, eða heyra þá. Af sjálfum mér get ég sagt það, að mig órar oftar en hitt fyrir meiriháttar veðra- brigðum og svo er um marga alþýðumenn, að þá dreymir fyrir daglátum. Okkur kemur þessvegna ekki kynlega fyrir sjónir, það sem segir í Sturlungu, að Sturlu dreymdi fyrir hrakför sinni og Gissur fyrir sigri sínum. Vér vitum að þá hefir dreymt fyrir daglátunum miklu, sem gerðust að Örlygsstöðum. Eg býst við því, að mentamenn vorir muni hlæja að þessari fullyrðing. Eeim er það velkomið. Gleðin er eigi of mikil í veröldinni, né hugljúfir hlátrar. En ef þeir skyldu hlæja að heimsku minni, þá liggja þau svör þar til, að merkustu tímarit á Norðurlöndum fjalla um þessi efni og þykir engin minkun að. Fyrst ég er farinn að leysa ofan af þessari skjóðu, ætla ég að segja frá atburðum dularfullum, sem gerst hafa í námunda við mig fyrir fáum árum. Fyrir nokkurum árum varð stórfenglegur bruni í Flúsavík hér í sýslu, þegar brunnu öll verzlunarhús Örum & Wúlffs. Eignin öll, sem þarna var saman komin, var vátrygð gegn 100 þús. kr., en brunabælið bæði langt og breitt og eldurinn að því skapi. Parna brann á stuttri stundu húsaþyrping, sem staðið hafði öldum saman og hýst ýmiskonar fólk — danska menn og íslenzka, sumt misendismenn. Verzlunin brann snemma vetrar. En um haustið, áður en logi tók til matar sins, urðu kynlegir atburðir í »krambúðinni« og »kontórnum.« Svo var háttað, að þar gerðist svo mikill um- gangur, að undrum gegndi: fótatak heyrðist innan við luktar dyr, þar sem engin skepna fanst, þegar lýst var samstundis með logandi ljósi. Og skrifstofuhurðin var tekin opin, sem læst var

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.